Valsblaðið - 11.05.1973, Page 7
VALS BLAÐIÐ
5
niaður unglinganefndar K.S.I. í nokk-
ur ár, raunar sá fyrsti, er gegndi því
starfi. Auk þess liefur liann gegnt
fjölda trúnaðarstarfa fyrir heildar-
samtök íþróttamanna og fyrir einstök
félög.
Baráttumaður var Iiann á fundum
sem á leikvelli, fastur fyrir, en sann-
gjarn, betri að hafa með sér en móti.
Marga liáði hann liildina, en engan
átti liann óvildarmann. Fjör og kæti
fylgdi honum og tilþrif. Það var eng-
in kyrrstaða, þar sem hann var.
Enn hefur ekki verið getið liinnar
raunverulegu íþróttafréttamennsku
Frímanns, en hann var brautryðjandi
á því sviði hér á landi. Byrjaði fyrst-
ur að skrifa daglega í blað um íþrótt-
ir, fréttir og livatningarorð, og hélt
því áfrarn í þrjátíu ár. „Hann vann
að því að gera góða drengi að betri
mönnum“, eins og segir í kveðju frá
Samtökum íþróttafréttamanna, að
honuin látnum.1 2 Hann hefur skrifað
tvær bækur um þekkta íslenzka
íþröttamenn- og síðustu árin vann
hann að því að skrá sögu knattspyrnu
og handknattleiks hér á landi.
íþróttamenn heiðruðu Frímann á
ýmsan liátt. Hann var sæmdur Vals-
orðunni úr gulli, gullmerki Í.S.I., lieið-
ursmerki K.S.I. og F.R.I. og gullmerki
Samtaka íþróttafréttamanna.
Og nú þakkar Valur í djúpri þögn.
Og nú þökkum við Valsmenn, hver
og einn. En livernig þökkum við?
Verður Frímanni þakkað með öðru
móti en því að taka upp merki hans,
lyfta því hátt, vinna lians störf fyrir
félagið áfram, honum og Val til lieið-
urs? Hver ykkar verður til þess, ung-
ir Valsmenn, hverjir?
En það er ekki eingöngu Frímanni
að þakka. Einn hefði liann ekki get-
að afrekað allt þetta, og heldur eng-
inn annar. Kona lians og börn studdu
liann og umbáru fjarvistir hans
frá lieimilinu. Þau skildu þörf lians
fyrir að vinna þessi frístundastörf og
studdu liann í því á einstaklega elsku-
legan hátt og löðuðu íþróttafélaga
hans að heimilinu með óþreytandi
gestrisni. Valur fær aldrei fullþakkað
Margréti Stefánsdóttur og börnunum
fyrir þá fórn, sem hún og þau færðu
í sambandi við störf Frímanns fyrir
Val.
Hver voru svo laun Frímanns fyrir
allt þetta erfiði, fyrir allt framlag
hans í þágu íþróttanna? Svar við því
má sjá í skrifum hans, m. a. í Vals-
blaðinu, 11. maí 1961, bls. 60:
„Við stöndum í óendanlegri þakk-
lætisskuld við þennan leik, fyrir það
félagslega innsæi, er við liöfum feng-
ið, fyrir þann ómetanlega vinahóp,
1 Dagblöðin 8. 12. 1972).
2 Fram til orustu 1969 og Keppnis-
menn 1971. Útgefandi: Örn og Örlygur.
sem knattspyrnan liefur gefið okkur,
fyrir þann líkamlega og andlega
þroska, sem við liöfum hlotið vegna
hans. AHt þetta er eitt dýrmætasta
veganesti, sem við liöfum fengið frá
æskudögunum. Við öll okkar störf í
þágu þjóðfélagsins, kemur þessi
reynsla að góðu lialdi“.
Það var sæmd að því að hafa átt
Frímann Helgason fyrir félaga.
J. S.
Kveújii og' minningarorð
ílul við útför
Frínianns Helgasonar
í Frikirkjunni
II. deseinber 1972.
Kveðju og minningarorð flutt við út-
för hans í Fríkirkjunni 8. des. 1972.
Náð sé með yður og friður frá Guði
föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
Amen.
„Vitið þér ekki, að þeir, sem á
skeiðvellinum lilaupa, Iilaupa að
sönnu allir, en einn fær sigurlaun-
in? En sérhver, sem tekur þátt í
kappleikjum er bindindissamur í
öllu, þeir til þess að hljóta forgengi-
legan sigursveig, en vér óforgengi-
legan. (I. Kor. 9. 24—25).
Hér bregður postulinn upp álirifa-
mikilli mynd frá íþróttalífi fortíðar-
innar, sem liann, að nokkru leyti,
heimfærir upp á andleg sannindi, bar-
áttu mannsins fyrir lieilbrigðu lífi,
og livernig engu takmarki verði raun-
verulega náð, nema menn séu við því
búnir að leggja liart að sér, og að það,
sem ávinnst í lífinu yfirleitt, vinnist
aðeins fyrir trúmennsku við liugsjónir
og þrotlausa vinnu.
Þegar Páll postuli kom til Grikk-
lands kynntist liann því fljótlega, live
líkamsrækt og íþróttir voru í liáveg-
um liafðar og liann skikli brátt
þroskagildi þeirra fyrir mannlegt líf,
og þó að trúarlífið og hið andlega líf
væri liomim fyrir öllu, ]»á skildi hann
manna bezt samband liins andlega og
líkamlega og livernig þessir þættir
þurfa að vera samgrónir, til þess að
skapa þá lífsfyllingu og lieilbrigt líf,
sem allir þrá og keppa eftir.
Hann vissi vel, að þessir sigursveig-
ar, sem íþróttamennirnir fengu á
skeiðvellinum voru forgengilegir, enda
var þeim ekki annað lilutverk ætlað
en að veita viðurkenningu og stundar-
gleði, en hið óforgengilega var sá
þroski, sem menn hlutii í drengileg-
um leik og varð síðan þáttur af lífi
þeirra og lífsviðliorfum og miðuðust
við eilífðareðli mannsandans.
Af hverju er ég að rifja þetta upp
sérstaklega í dag? Það er vegna þess,
að vér erum að kveðja liinztu kveðju
landskunnan íþróttamann, Frímann
Helgason, verkstjóra og viljum gjarn-
an sjá Iíf hans í Ijósi andlegra sann-
inda og hugsa um uppeldisgildi þeirra
liugsjóna, sem liann vann fyrir, af
sérstökum eldmóði, trúmennsku og
fórnfýsi. En þrátt fyrir það, þó að
íþróttamálin væru mjög ofarlega á
baugi í huga hans, þá var hann alls
ekki neinn einliliða maður í neinu og
átti mjög f jölþætt áhugamál.
Þegar ég sem æskufélagi Frímanns
Helgasonar liugsa um merkilegan ævi-
feril hans á kveðjustundu, þá reikar
hugurinn ósjálfrátt austur í Mýrdal,
þar sem hann var borinn og barn-
fæddur.
Hann var fæddur á Litlu-Heiði í
Heiðardal 21. ágúst 1907 og voru
foreldrar lians þau lijónin Helgi Dag-
bjartsson, ættaður úr Mýrdal og
Ágústína Guðmundsdóttir, ættuð und-
an Eyjafjöllum. Frímann fluttist ung-
ur með foreldrum sínurn til Víkur í
Mýrdal, en þá var þorpið í Vík, smám
saman að byggjast undir Víkurbökk-
um.
1 Vík ólst Frímann upp lijá for-
eldrum sínum og að nokkru leyti í
Görðum í Reynishverfi, lijá Árna
Högnasyni, bónda þar og Ragnheiði
Magnúsdóttur, konu hans. Þar dvaldi
liann mest á barnaskólaárum sínum,
en var þó öðrum þræði á heimili for-
eldra sinna í Vík, og gekk þar í ungl-
ingaskóla, er starfaði þar á þeim ár-
um.
Aðstöðu til langrar skólagöngu
liafði Frímann þó ekki, skóli hans var
skóli lífsins sjálfs við algeng störf og
áhugamál, er liann valdi sér, auk
þeirrar menntunar, er hann aflaði sér
með sjálfsnámi.
Þegar liann svo fór úr Mýrdalnum,
lá leið lians fyrst til Vestmannaeyja,
þar sem hann gerðist sjómaður, en
síðar lá leið hans hingað suður og
liér var liann á togurum um skeið.
Hann var t. d. háseti á togaranum
„Jóni Forseta“, er liann strandaði við
Stafnes 1928 og var meðal þeirra er
komust lífs af úr þeim skipstapa.
Skömmu síðar eða 1929 gerðist liann
starfsmaður hjá fyrirtækinu „lsaga“,
liér í Reykjavík og þar starfaði hann
síðan um 43 ára skeið og mörg hin
síðari ár var hann verkstjóri lijá því
fyrirtæki. Ef til vill liefur liin beiska
reynsla af sjómennskunni, þegar liann
var aðeins 18 ára garnall orðið til
þess, að liann liætti að starfa á sjón-
um og leitaði starfa í landi og áreið-
anlega hafði liún líka álirif á lífsvið-
liorf lians yfirleitt. Að horfast þannig
við dauðann fyrir iingan mann er
mikil lífsreynsla, sem aldrei verður
afmáð.
Hin langa {ijónusta Frímanns lijá
fyrirtækinu „lsaga“ segir nokkuð til