Valsblaðið - 11.05.1973, Page 15

Valsblaðið - 11.05.1973, Page 15
VALSBLAÐIÐ 13 um æfingar en ráðgert var. I þessum fjölmenna hópi, sem fór, voru nær því allir, sem þátt tóku í kappleikjum flokks- ins í sumar. Því var talað um keppnis- för, að samkvæmt niðurröðun leikja var leikur Vals við Akurnesinga í 4. flokki á miðvikudegi, 12. júlí. Það hafði verið ákveðið að fara i þennan leik beint frá Laugarvatni og fóru allir þátttakendur í förinni með í þessa keppnisferð. Óvenjulegt að hafa fleiri áhorfendur en Halldór Einarsson framkvæmir hina „fullkomnu taklingu“. leikmenn í landsmótsieik utan Reykja- víkur. Þess má geta að þessi ferð tókst mjög vel, leikurinn vannst og á leiðinni heim var það jafnvel þakkað nestinu, sem lagt var með okkur frá Iþróttamið- stöðinni og er Höskuldi Goða og starfs- fólkinu þakkað það og umburðarlyndið gagnvart flokknum. í fararstjórn voru Róbert og Hans en fjölskylda Hans var einnig með í þessari ferð. Heim var hald- ið á föstudegi og komið í bæinn um kl. 20.30. Góð ferð var á enda. Feröalag 5. flokks. 5. flokkur fór í tveggja daga ferð í júlí-mánuði og tóku þátt í ferðinni 30 drengir á aldrinum 10—12 ára. Lagt var af stað kl. 10 á laugardagsmorgni og ekið til Þingvalla, Uxahryggi og nið- ur í Borgarfjörð. Síðan var haldið í Vatnaskóg og þar voru leiknir 2 leikir. Um kvöldið var flokknum boðið í mat, þar voru haldnar nokkrar ræður og rætt var um hin traustu tengsl Vals og K.F. U.M. Voru móttökur allar til fyrirmynd- ar svo seint mun gleymast. Um kvöldið var gist í Varmalandi í Borgarfirði. Á sunnudaginn var lagt af stað í bæinn með viðdvöl á Akranesi. Þar var horft á leik Vals og Akraness í meistaraflokki. Komið var í bæinn um 10-leytið um kvöldið. Auk Smára Stefánssonar fóru Helgi Benediktsson og Jón Gíslason með drengjunum í ferð þessa. Lokaorð. Stiklað hefur verið á stóru um starf- semi deildarinnar í skýrslu þessari, sem er enganveginn tæmandi um það mikla starf, sem unnið er. Stjórnin vill þakka þeim fjölmörgu, sem lagt hafa hönd á plóginn við að aðstoða hana á ýmsan hátt. Sérstaklega þökkum við þjálfur- um allra flokka, formanni félagsins og aðalstjórn, hússtjórnum, húsvörðum og stjórnum annarra deilda fyrir ágætt samstarf. Valsmenn, herðum sóknina, því með sameiginlegu átaki má vinna stórvirki fyrir félagið. Frá aÖalfundi knattspyrnudeildar Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldinn 5. des. 1972. Formaður deild- arinnar, Hans Guðmundsson, setti fundinn, en áður en venjuleg aðal- fundarstörf hófust minntist formaður félagsins, Þórður Þorkelsson, Frí- manns Helgasonar, og risu fundar- menn síðan úr sætum í virðingarskyni við hinn látna. Formaður deildarinnar afhenti síð- an 4. flokki „Jónsbikarinn" fyrir bezta árangur sumarsins. Síðan flutti Hans Guðmundsson skýrslu stjórnarinnar, og er hún ásamt úrslitum í leikjum ársins ann- ars staðar í þessu blaði. Gjaldkeri deildarinnar, Gísli Þ. Sig- urðsson, las og skýrði reikninga. Miklar umræður urðu um skýrsluna og reikningana, og ríkti mikill áhugi á fundinum. Allmikið var rætt um „Valsdag- inn“, bætta aðstöðu til þjálfunar og meira skipulag innan deildarinnar. Einnig var nokkuð rætt um ráðningu rússneska þjálfarans, sem þjálfa á meistaraflokk í sumar. St jórnarkjör: í lok fundarins fór fram stjórnar- kjör eftir nýjum reglum þar að lút- andi, og hefur nú verið fjölgað úr fimm í átta, og eru formaður, vara- formaður, gjaldkeri og ritari kjörnir hver fyrir sig. Stjórnarkjör fór þannig: Formaður: Hans Guðmundsson. Varaformaður: Lárus Loftsson. Gjaldkeri: Gísli Þ. Sigurðsson. Ritari: Magnús Ólafsson. Meðstjórnendur: Jón Guðmundsson, Ingvar Elísson, Halldór Einarsson, Steindór Hjörleifsson. Varastjórn: Sigurður Marelsson, Svanur Gestsson, Þorsteinn Friðþjófsson. Við veröum aÖ gera betur si’tfir Hans GuiHniundsson- fonn. hnaitspiirnudcildar. — Það er fát.t eins fjarri mér og að vera ánægður með útkomuna hjá okkur í knattspyrnudeildinni sl. ár, sagði Hans Guðmundsson formað- ur hennar, er við ræddum við hann um knattspyrnudeildina sl. ár. En þótt maður sé ekki ánægður, þá eru auðvitað ljósir punktar hjá okkur og sá ljósasti og það sem við getum verið stoltir af er 4. flokkurinn, sem varð íslandsmeistari. Þá má einnig segja að B-lið flestra flokka hafi staðið sig mjög vel og þau eru með miklu betri útkomu eftir síðasta keppnistímabil en A-flokkarnir, nema auðvitað í 4. fl. Útkoman í heild hjá öllum flokkum varð ekki nema 60%, sem er með því minnsta sem verið hefur hjá okkur í Val og þessu verð- ur að breyta til batnaðar. Annars er það nú svo að miklar sveiflur eru í yngri flokkunum frá ári til árs. Útkoman fer mikið eftir því hve margir ganga upp hverju sinni. Það er til að mynda ljóst að okkur kemur til með að vanta sterka leikmenn í 4. fl. í sumar sökum þess hve margir gengu upp í haust er leið og fáir sterkir koma í staðinn upp úr 5. fl. Hins vegar hef ég trú á að 3. fl. verði sterkur næsta sumar, en þar æfa nú milli 40 og 50 drengir. Nú, 2. flokkurinn hjá okkur er fámennur vegna þess hve margir gengu upp í fyrra og það er eins og vanti heilan árgang í þann flokk. Aðeins 2 eða 3 drengir eru á síðasta ári í sumar, sem er sá aldursflokkurinn sem styrkir flokkinn venjulega hvað mest. Við höfum nú stundum verið að ræða það, hvers vegna vanti þarna heilan ár- gang, en það er eins og hann hafi hreinlega tínzt, það virðist enginn vita hvað hefur orðið af honum. — En meistaraflokkurinn, Hans? — Já, það fer víst ekki milli mála að hann misheppnaðist algerlega hjá okkur í fyrra margra hluta vegna. Og auðvitað er hann andlit félagsins út á við og þetta andlit olli okkur miklum vonbrigðum í fyrra, ekki bara okkur í stjórn knattspyrnudeildar, heldur öllum Valsmönnum. Ég á von á því að miklar breytingar verði á mfl. í sumar. Það eru allar líkur á því að Jóhannes Eðvaldsson og Ingi Björn leiki ekki með okkur í sumar. þótt það sé enn ekki ákveðið. Nú, Sigurður Jónsson verður ekki með, þannig að þarna verða ungir menn að taka við stöðum þessara manna. Við eigum mikið af ungum og efnileg- um leikmönnum og þess vegna þurf-

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.