Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 21

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 21
VALS B LAÐIÐ 19 I. flokkur kvenna. Reykjavíkurmeistarar 1971. Þjálfarinn Stefán Sandholt, Gunnur Gunnarsdóttir, Hrefna Bjarna- dóttir, Inga Birgisdóttir, Kristjana Magnúsdóttir fyrirliði, Björg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir. Aftari röð: 3. fl. kvenna. íslandsmeistarar 1972. Sigurjóna Sigurðar- dóttir þjálfari, Málfríður Elísdóttir Guðlaug Guðmundsdóttir, Oddný Sigurðardóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Agnes Einarsdóttir, Bergljót Davíðsdóttir þjálfari. — Fremri röð: Nanna Sveinsdóttir, Lilja Bolla- dóttir, Inga Maja, Sólrún Ástvaldsdóttir. Ymislegt. Utanferðin, sem farin var i sumar með unglingaflokkana, tókst alveg ein- staklega vel, og varð öllum einstakling- um til mikils sóma. Vill stjórnin hér með þakka þátttakendum og Bergsteini Magnússyni, sem var einn af fararstjór- unum, fyrir svo velheppnaða ferð. Von- andi líður ekki langur tími þar til hægt verður að fara aftur í slíka ferð með unglingaflokka deildarinnar. Þess skal að lokum getið, að Svala Sigtryggsdóttir var kosin bezta hand- knattleikskona mótsins í Svíþjóð og hlaut að launum fagran verðlaunagrip. Meistaraflokkur karla fór einnig í ferðalag, að vísu ekki út fyrir landstein- ana, því að farið var til Akureyrar í æfinga- og keppnisferð og leiknir tveir leikir. Unglingar frá deildinni tóku þátt í hópsýningaratriðum sem haldin voru á vegum Í.S.Í. í íþróttahöllinni. Heimsókn Neistans. Dagana 10. til 12. ágúst dvöldu hér á landi í boði deildarinnar meistaraflokk- ur karla frá Handboltafélaginu Neistinn í Þórshöfn. Þeir gistu í félagsheimilinu og borðuðu á Caféteríunni á Hótel Loft- leiðum. Farið var með þá til Þingvalla, Laugarvatns og Hveragerðis í einkabil- um Valsmanna. Þá flugu þeir til Akur- eyrar og léku þar einn leik. Færeying- arnir hafa nú boðið mfl. karla til Fær- eyja í vor eða sumar, og er málið í at- hugun. Þeir voru mjög ánægðir með móttökur allar og afhentu bók um Fær- eyjar að gjöf til Vals. Leikir þeirra fóru þannig: Neistinn—K.R. 18:17 Neistinn—K.A. 22:16 Neistinn—Haukar 13:27 Neistinn—Valur 13:31 Olympíuleikarnir 1972. Svo sem menn vita tók íslenzka lands- liðið þátt í handknattleikskeppni Olym- píuleikanna í Miinchen. Sex félagar handknattleiksdeildar Vals voru kepp- endur í þessu Olympíuliði íslands: Ágúst Ogmundsson, Gísli Blöndal, Gunnsteinn Skúlason, sem jafnframt var fyrirliði liðsins, Ölafur Benediktsson, Ölafur H. Jónsson og Stefán Gunnarsson. Þeir eru þar með fyrstu sex keppendur Vals á Olympíuleikum. Lokaorð. Okkur, sem starfað höfum í stjórn deildarinnar á s.l. tímabili, er það ljóst, að við höfum ekki leyst nógsamlega mik- ið af þeim verkefnum, sem fyrir liggja. Þó vonum við, að það sem við höfum starfað að, megi verða öðrum bæði hvatning og örfun til enn frekari starfa. Sú stjórn, sem nú tekur við, fær mörg verkefni til úrlausnar, sem krefjast bæði tíma og þrautseigju. Stjórnin, sem nú skilar af sér, vill hér með þakka öllum þeim sem stutt hafa hana til dáða og lagt hafa henni til hjálparhönd á ómetan- legan hátt. Má þar ekki gleyma þjálfur- unum, aðalstjórn, stjórnum annarra deilda í félaginu, hússtjórn og húsvörð- um, og sízt ykkur, félagar góðir. Við viljum að lokum óska þess að stjórn sú, er tekur við, megi bera gæfu og gengi til ái'angursi'íks starfs á kom- andi starfsári, og að við stöndum saman um að gera starf hennar sem allra bezt félagi voru til heilla. Oteljandi verkefni bíSa úrlausnar Vi«)Y«f rií) l'ön) Siqurösson. forni. hunilhnutíleihsdcUilar Á aðalfundi handknattleiksdeildar s.l. haust hlaut Þórður Sigurðsson kosningu sem formaður hinnar nýju stjórnar deildarinnar. Þórður lék handknattleik með yngri flokkum Vals og varð m. a. Reykjavíkurmeist- ari 1966 og 1967 með II. flokki karla. 1968 varð Þórður svo að hætta æf- ingum að læknisráði. Hann sagði þó ekki skilið við félag sitt við svo búið, en sneri skjótt aftur til að starfa fyrir það á vettvangi félagsmálanna. Þórður varð fúslega við þeirri ósk Valsblaðsins að svara nokkrum spurn- ingum varðandi starfsemi handknatt- leiksdeildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.