Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 24
22
VALS B LAÐIÐ
Verður Valur íslandsmeistari í
m.fl. í vetur?
Því er nú fljótsvarað. Við stefn-
um að því aö verða meistarar í 1.
deild karla 1973. Sannarlega kominn
tími til. Við höfum sett okkur þær
reglur að standa saman, í blíðu og
stríðu. Mæta til æfinga og keppni
af eldmóði.
Hvaða reglur gilda hjá þér um
reglusemi leikmanna, og hvernig
bregztu við brotum á þeim reglum?
Takmarka mjög næturlífið. Allir
höfðu samþykkt að smakka ekki
áfengi minnst 3 dögum fyrir leik. En
þessu hefur nú verið breytt með sam-
þykki allra að sjálfsögðu, í 8 daga
bindindi fyrir leik.
Hvernig við bregðumst við þessu,
það hefur ekki komið til enn sem
betur fer. En öllum er ljóst að til
keppni verða þeir að koma sem bezt
undirbúnir, ella væru þeir ekki að
leggja á sig allt þetta erfiði sem
æfingunum fylgir, annars er allt unn-
ið fyrir gíg. Alvarleg brot af þessu
tagi þýða að viðkomandi er ekki nægi-
lega fastheldinn á orð sín og verður
að víkja fyrir þeim sem áhuga hafa.
Ur skýrslu
körfuknattleiksdeildar
1 upphafi var rætt nokkuð um fjár-
mál deildarinnar, og þess getið að aðal-
tekjulind hennar hafi verið sala get-
raunaseðla.
Eins og áður eru það nokkrir félags-
menn deildarinnar sem selja stærsta
hlutann, og þakkar stjórnin þeim sér-
staklega fyrir það, en skorar jafnframt
á hina yngri að leggja sig fram.
1 byrjun starfsársins var efnt til mik-
illar skemmtunar fyrir yngri flokkana,
og fór hún fram í Félagsheimilinu, og
tókst hið bezta. Þess má og geta að æf-
ingaaðstaða fyrir þessa drengi var bætt
í Valshúsinu, þar sem settar voru upp
4 körfur, og vill stjórnin færa fram beztu
þakkir til hússtjórnar.
Þeir sem önnuðust þjálfun hjá deild-
inni á síðasta ári voru: Kári Marisson,
Jóhannes Eðvaldsson, Ólafur Thorlacíus,
Jens Magnússon, Sigurður M. Helgason
og Torfi Magnússon, og þakkar stjórnin
þeim öllum störfin, sem voru unnin end-
urgjaldslaust.
Árangur alls þessa kemur svo fram
þegar lið deildarinnar fara að reyna sig
í keppni. Bezti árangurinn á árinu var
í öðrum flokki, en þeir urðu Islands-
meistarar 1972. Þá varð mjög góður ár-
angur hjá meistaraflokki, en þeir urðu
í þriðja sæti í íslandsmótinu, og var það
betra en gert var ráð fyrir. Þá tók meist-
araflokkur þátt í tveim mótum á Kefla-
víkurflugvelli, en þar voru leiknir 45
leikir alls. Varð meistaraflokkur í öðru
sæti í seinna mótinu, sem var útsláttar-
keppni, og unnu þeir til eignar fagra
styttu. Þá tók meistaraflokkur þátt í
bikarkeppni KKl nú í haust, léku við
I.R. en töpuðu.
Þá gat formaður þess að Guðmundur
Hallgrímsson mundi hætta störfum í
stjórn, og færði hann Guðmundi beztu
þakkir fyrir gott samstarf. Þá skýi'ði
formaður frá því að hann mundi samt
ekki hverfa alveg, því að talazt hefði til
að hann mundi hjálpa til við tilteknar
fjáraflanir, en það mál biði næstu
stjórnar.
Að lokum sagði formaður: í þessari
skýrslu hefur verið stiklað á stóru. En
ég vil hvetja menn til að taka þátt í
umræðu hér á eftir um störf deildar-
innar. Stjórnin þakkar öllum gott sam-
starf á liðnu ári.
Nokkrar umræður urðu um skýrsluna
og starfsemina á komandi starfsári.
Formaður félagsins, Þórður Þorkels-
son, þakkaði árangur annars flokks og
meistaraflokks á liðnu ári. Hann minnt-
ist einnig hinna áhugasömu leiðbein-
enda og þjálfara, og þakkaði þeim fyrir
fórnfúst starf fyrir íþrótt sína og deild-
ina.
Fullyrti Þórður að slíkt starf án
greiðslu hefði meiri félagslega þýðingu
en menn almennt gerðu sér grein fyrir.
Þá vakti Þórður máls á því að sér
fyndist að of lítil athygli væri vakin á
leikjum og mótum í yngri flokkunum,
og skoraði á stjórn deildarinnar að beita
sér fyrir því að á þessu væri ráðin bót
á komandi keppnistímabili.
S tj órnarkj ör.
Sigurður Helgason var einn tilnefnd-
ur sem formaður og var hann endur-
kjörinn með lófataki. Þá voru tilnefndir
í stjórn deildarinnar: Torfi Magnússon,
Sigurður Þórarinsson og Kári Marisson
og hlutu þeir kosningu. I varastjórn voru
kjörnir: Þórir Magnússon, Kristinn Val-
týsson og Helgi Kjærnested.
F. H.
Bjartsýni ríkjandi hjá
körfuknattleiksmönnum
svqir Siqurður Slelguson,
iorinuúur hörtnknulilcihs-
deildur.
— Ég get ekki annað sagt en að
við séum bjartsýnir hér í körfuknatt-
leiksdeildinni, þrátt fyrir það að
margt hefði mátt betur fara hjá okk-
ur, sagði Sigurður Helgason, formað-
ur körfuknattleiksdeildarinnar, er við
ræddum við hann um það sem gerzt
hefur og það sem framundan er hjá
körfuknattleiksmönnum okkar.
■—• Það sem ég er ánægðastur með,
sagði Sigurður, er frammistaða 2.
flokksins okkar. Hann hefur sannar-
lega verið okkur til sóma og er raun-
ar í dag uppistaðan í mfl.liði okkar.
Þessir piltar eru allir aldir upp í fé-
laginu og hafa fyllilega staðið við þær
vonir sem bundnar voru við þá í upp-
hafi. Og þetta sýnir okkur einnig
hvað hægt er að gera ef vel er á spöð-
unum haldið hjá yngri flokkunum.
Hinu er ekki að leyna, sagði Sig-
urður, að í vetur hefur ýmislegt far-
ið á annan veg en við vonuðum hjá
yngri flokkunum. Við höfum misst
nokkra góða pilta yfir í önnur félög
vegna þess að við þurftum að skipta
um æfingahúsnæði. Æfingahúsnæðið
sem við höfðum var á margan hátt
óhentugt, en í vetur fengum við að-
stöðu í Austurbæjarskólanum, sem er
mjög góð, en þessi breyting varð til
þess að við misstum nokkra drengi
frá okkur. Við þessu er ekkert að
gera úr því sem komið er, við verð-
um bara að hefjast handa á nýjan
leik og byggja upp aftur í 3. og 4.
flokki. Þessir tveir flokkar eru ekki
eins sterkir og þeir hefðu verið ef við
hefðum enga menn misst. Nú eru
algerir nýliðar í þessum flokkum.
— En hvað viltu segja okkur um
meistaraflokkinn ?
— Það voru vissulega miklar vonir
við hann bundnar, en leikmennirnir
eru flestir mjög ungir og er liðið
sennilega yngsta liðið í 1. deildar-
keppninni. Sannleikurinn er sá, að
sökum leikreynsluleysis hefur flokk-
urinn ekki náð eins góðum árangri
og nokkrir leikir hans í sumar og
haust gáfu manni fyrirheit um. Það
er eins og annaðhvort nái liðið topp-
leik eða þá að allt gengur í óhag, sem
sagt í hæl eða tá. Þetta er auðvitað
gleggsta merkið um reynslulaust en
efnilegt lið og við bindum mjög mikl-
ar vonir við liðið, því er ekki að leyna.
Þá höfum við einnig verið óheppnir
í vetur, okkar bezti maður hefur ver-
ið meiddur um tíma og margt gengið
okkur í óhag. Flest hinna liðanna í
deildinni eru með mjög leikreynda
menn, sem sumir hafa leikið allt að
10 ár eða meira í 1. deild. Það segir
sig sjálft að slíkt er ómetanlegt vega-
nesti fyrir lið og til dæmis gegn okk-
ar liði, þar sem flestir eru að leika
í fyrsta eða annað sinn í deildinni,
það er vart hægt að ætlast til þess
að okkar drengir standist þeim snún-
ing.
Þótt ekki hafi gengið eins vel hjá
mfl. og vonazt var til er mikill ein-
hugur ríkjandi hjá liðsmönnum og
engin uppgjöf. Við vitum að liðið er
ungt og eitt hið efnilegasta sem lengi
hefur komið hér fram og á framtíð-
ina fyrir sér.
— Hvað viltu segja okkur um
minniboltann ?
— Þar erum við með mjög góðan
og efnilegan hóp. Þetta eru krakkar