Valsblaðið - 11.05.1973, Side 25
VALS BLAÐIÐ
23
á aldrinum 7 til 12 ára og ég ber eng-
an kvíðboga fyrir þeim hópi ef vel
er að málunum staðið í framtíðinni.
— En þá félagslífið, hefur það ver-
ið sem skyldi hjá körfuknattleiks-
deildinni ?
—• Nei, því miður hefur það verið
allt of lítið. Sérstaklega á þetta við
í yngri flokkunum. Það vantar að
halda þeim kvikmyndakvöld og kaffi-
kvöld, en vegna anna forráðamann-
anna hefur þetta verið minna en æski-
legt hefði verið. Þetta er mál sem við
verðum að taka fastari tökum í fram-
tíðinni.
— Að lokum, Sigurður?
— Það er margt sem hægt væri að
minnast á, en ég vil endilega þakka
forráðamönnum félagsins fyrir þann
velvilja og skilning sem þeir hafa
sýnt okkur. Það hefur allt verið gert
sem hægt er varðandi æfingaaðstöðu
fyrir okkur, þrátt fyrir að allt væri
yfirfullt í íþróttahúsinu, þegar deild-
in var stofnuð. Það hafa verið settar
upp minniboltakörfur og nýjar körfur
fyrir okkur, þannig að við höfum ekki
yfir miklu að kvarta frá félagsins
hálfu. Það sem mér finnst einna helzt
að er hve lítið við erum tengdir fé-
lagsheimilinu sem eflaust stafar af
því að við erum svo dreifðir um borg-
ina og þess vegna er félagslífið minna
hjá okkur en æskilegt væri. Þetta er
atriði, sem við verðum að kippa í lag
og það fyrr en seinna.
S.dór.
Aðalfundur
badmintondeildar
íiísli liiiilimundsson cinrónin
endnrhjörinn forniaiHur.
Aðalfundur Badmintondeildar Vals
var haldinn í Félagsheimilinu 16. nóv.
Lagði formaður fram skýrslu stjórn-
arinnar og einnig voru reikningar lagð-
ir fram. Litlar umræður urðu um þetta
tvennt, enda var fundurinn fremur fá-
mennur.
Stjórnarkjör fór þannig: Formaður
var einróma kjörinn Gísli Guðmundsson,
en með honum voru kjörnir í stjórn:
Kristján Ingólfsson, Þórður Guðmunds-
son, Helgi Benediktsson og Ragnar
Ragnarsson.
í varastjórn voru kosnir: Hrólfur
Jónsson, Stefán Sigurðsson og Finnbogi
Guðmundsson.
Gylfi Felixson baðst undan endurkosn-
ingu.
Úr skýrslu stjórnarinnar:
Starfsárið hófst með því að hafin var
sala á getraunaseðlum, sem gefið hefur
góðar tekjur til deildarinnar. Er salan
á viku um 260 miðar, og mætti aukast
Elsa Ingimundardóttir varð Islandsmeist-
ari í tvendarkeppni 1972 og lék þá með
Sigurði Kolbeinssyni frá T. B. R. —
Bryndís og Elsa urðu í 2. sæti í tvíliða-
leik meyja í Islandsmótinu 1972.
F. v.: Bryndís Bjarnadóttir og Elsa
Ingimundardóttir.
að mun, því að um leið er hægt að gera
meira fyrir unglingastarfið.
Ennfremur lét deildin prenta sér fé-
lagsskírteini fyrir deildina til þess að
geta séð hve margir væru starfandi og
virkir keppendur, en ekki er alveg full-
frágengið ennþá.
Kristján Ingólfsson, sem verið hefur
í stjórn Badmintonsambands íslands,
baðst undan endurkjöri, og var Helgi
Benediktsson kjörinn í hans stað.
Rafn Viggósson var ráðinn þjálfari
yngri flokkanna, og í sumar styrkti
deildin Rafn til að sækja þjálfaranám-
skeið í Danmörku, og ætti það að gefa
góða raun. Um leið þakkar stjórnin
Rafni vel unnin störf á liðnu ári.
Badmintondeildin hélt tvö innanfélags-
mót í tvíliðaleik. Það fyrra i nóvember
og urðu sigurvegarar þeir Helgi Bene-
diktsson og Ragnar Ragnarsson. Seinna
mótið var haldið í marz og tóku 15 lið
þátt í því. Var keppt í tveimur flokkum,
A og B. I B-flokki sigruðu Ormar
Skeggjason og Hilmar Pietsch. I A-flokki
sigruðu Helgi Benediktsson og Þórður
Þorkelsson.
í opnum mótum sá deildin um Reykja-
víkurmót unglinga. Þátttakendur voru
12 frá Val, 23 frá TBR og 8 frá K.R.
Því miður vannst enginn Valssigur á
þessu móti, en nokkrir meistaratitlar
unnust á Islandsmótinu. f tvenndar-
keppni sigruðu þau Elsa Ingimars (Val)
og Sigurður Kolbeins (TBR).
f Reykjavíkurmeistaramótinu. Helgi
Benediktsson vann einliðaleik karla í
A-flokki, og öðlaðist þar með keppnis-
rétt í meistaraflokki, og óskar deildin
honum til hamingju með árangurinn.
Á f slandsmótinu í karlaflokki A unnu
þeir í tvíliðaleik Helgi Benediktsson og
Ragnar Ragnarsson. Ennfremur sigruðu
þeir Helgi og Ragnar á afmælismóti hjá
TBR í tvíliðaleik í A-flokki.
Af þessari upptalningu, sem hér hef-
ur farið fram sést, að nóg er að starfa,
ef áhugi er fyrir hendi. Til þess að ár-
angur náist þarf deildin fleiri tíma fyrir
unglingana. Á því byggist deildin, og
öðruvísi fáum við ekki keppnisfólk.
Svo þakkar stjórnin öllum deildum og
aðalstjórn samstarfið á liðnu ári.
Áfram Valur!
„Þetta varð ekkert
óhapp“,
seiiir Gísli Giiiíniiindsson
form. Inidinintondeildar.
Ég er að mörgu leyti ánægður með
starfsemina á þessu liðna ári. Ég hef
kynnst mörgum góðum mönnum, og feng-
ið mikla reynslu á þessum tíma. Maður
verðui' að kynnast öllu sem er nýtt fyrir
mann, og það tekur sinn tíma, og þá
ekki sízt að því er varðar stjórnstöi'f
og skipulag í einliverri mynd.
Ég held að ég geti verið þakklátur
fyrir að hafa komizt í þetta, og að það
hafi ekki verið eins mikið „óhapp" og
ég lét í skína í fyrra, a. m. k. fyrir sjálf-
an mig.
Þetta fyrsta ár hefur verið meira til
að kynnast starfi deildarinnar og að átta
sig á hvernig málin standa, og hvernig
koma á málunum fyrir. Mér var það
raunar strax ljóst að allt sem gert er
Fyrstu meistaraflokksmenn Vals í Bad-
minton. F. v.: Ragnar Iíagnarsson og
Helgi Benediktsson.