Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 28
26
VALS BLAÐIÐ
Frímunn Iielguson:
Jóhannes Bergsteinsson
sextíu ára
Þegar nokkuð var liðið á þriðja
tug þessarar aldar höfðu ungir menn
tekið forustu í Val, en flestir þeirra
eldri dregið sig í hlé. f kjölfar þess-
arar breytingar tóku ungir menn að
þjappast saman innan Vals, sem
höfðu það að markmiði að lyfta Val
upp úr þeim öldudal sem félagið hafði
verið í.
Sigurinn í 2. flokki 1919 hafði gef-
ið vonir, en það tókst ekki að fylgja
þeim sigri nóg eftir. Aftur eru það
ungir menn sem um og upp úr 1927
fara að láta að sér kveða. Þar var
að skapast samstilltur hópur, sem
þótti líklegur til mikilla afreka. Einn
þessara ungu manna var Jóhannes
Bergsteinsson, eins og hann heitir
fullu nafni, en hann varð sextugur
jan. 1972.
Jóhannes byrjaði ungur að iðka
knattspyrnu og kom fljótt í ljós að
hann hafði margt það sér til ágætis
sem prýða mundi góðan knattspyrnu-
mann. Má þar fyrst til taka mikinn
og einlægan áhuga og ástundun á æf-
ingum. Það mun líka hafa verið held-
ur óalgengt að ungir menn leituðu
sér fræðslu í erlendum bókum um
knattspyrnu, en það gerði Jóhannes,
því að íslenzkar bækur um það efni
voru ekki til þá. Þetta varð m. a. til
þess að Jóhannes náði meiri leikni
með knöttinn en algengt var í þá
daga. Það kom einnig fljótt fram að
hann skynjaði eðli knattspyrnunnar,
skipulag.
Það var líka svo, að hann gat með
nær jafngóðum árangri leikið hvaða
stöðu sem var á vellinum. Einn kost
hafði Jóhannes enn, sem á öllum tím-
um er nauðsynlegur keppnismönnum,
hvar sem þeir koma fram í keppni,
og það var nær takmarkalaus bar-
áttuvilji, enda var hann kröfuharður
við sjálfan sig og aðra, sérstaklega
þegar illa gekk og heiður félagsins
var í veði. Þann heiður vildi hann
verja og gaf til þess orku sína alla
hverju sinni. Slíkur eiginleiki er mik-
ils virði í keppnissveit, ekki aðeins
vegna eigin vinnu, en miklu fremur
ef hann dregur liðsmenn með sér til
aukinna átaka þegar mest að krepp-
ir. Jóhannes tók því leikinn mjög al-
varlega og lét aldrei standa sig að
linkind við sjálfan sig eða áhuga-
leysi fyrir því sem var að gerast.
Á það má líka minna hér, að hann
og félagi hans Hrólfur Benediktsson,
létu þýða (Einar Björnsson) og gáfu
út litla kennslubók í knattspyrnu,
og var nýmæli á þeim árum að fá
á íslenzku fræðslubók í þessari
íþróttagrein. Undirstrikar þetta áhuga
hans fyrir fegurri og betri knatt-
spyrnu á landi hér, en grun hef ég
um, að þeir hafi ekki flegið feitan
gölt af þeirri útgáfu.
Það vekur líka athygli að ýmsir
af þessum ungu mönnum létu einnig
til sín taka í félagsmálum, er aldur
færðist yfir þá og slakað var á æfing-
um og leikjum. Þar var Jóhannes
einnig fremstur í flokki. Einn þeirra,
Ólafur Sigurðsson, annaðist kaupin
á Hlíðarenda, og þegar farið er að
byggja þar upp er það Jóhannes Berg-
steinsson, ásamt Sigurði Ólafssyni,
sem gerist þar brautryðjandinn og
framkvæmdamaðurinn og hefur nær
alltaf verið einn virkasti maðurinn í
öllum þeim miklu framkvæmdum sem
þar hafa átt sér stað.
í öllu er laut að byggingum var
hann sérlega tillögugóður og atorku-
samur, enda með haldgóða þekkingu
sem byggingamaður og vandvirkur
iðnaðarmaður.
Má því segja að þar hafi endur-
speglazt það sem gerðist á vellinum,
þegar hann kom fram í leik: Útsjón-
arsemi, þekking, baráttuvilji, og að
gera hlut Vals sem mestan.
í tilefni af þessu merkisafmæli Jó-
hannesar fór Valsblaðið þess á leit
við hann að hann segði svolítið frá
ferli sínum sem knattspyrnumaður
og framkvæmdamaður.
Við viljum líka fyrir hönd allra
Valsmanna þakka honum störfin fyr-
ir Val, um leið og við árnum honum
allra heilla.
Hvenær komst þú fyrst í kynni við
knattspyrnuna ?
Ég man það nú ekki nákvæmlega,
en á þeim árum var mikið af stráka-
félögum víðs vegar um bæinn, og það
félag sem ég var í hét „Fálkinn"
Ég var líka í Hvat, sem var innan
K F U M eins og Valur. Þar var
skemmtilegt að vera undir hand-
leiðslu séra Friðriks Friðrikssonar.
Þegar æfingar áttu að vera, var kom-
ið saman við hús KFUM við Amt-
mannsstíg, þar var fylkt liði og geng-
ið í skrúðgöngu suður á völl, og gekk
Friðrik þar fyrstur. Völlurinn hafði
verið ruddur af drengjum úr KFUM,
og munu það aðallega hafa verið
Valsmenn. Urðum við stundum að
taka hrífur og raka völlinn og hreinsa
steina af honum. Völlur þessi var
nokkurnveginn á þeim stað sem Mela-
völlurinn stendur nú. Þeir sem klæddu
sig úr og áttu æfingabúninga gerðu
það í gryfjum, sem voru við völlinn.
Margir áttu ekki annað en það sem
þeir stóðu í og létu það duga.
1 Val mun ég hafa gengið um 1920
eða þegar ég var 8—9 ára. Ég átti
heima á Hverfisgötunni á þessum ár-
um og þar voru þá nær eingöngu
Framarar við götuna innanverða. Svo-
lítið atvik mun hafa verið því vald-
andi að ég fór í Val en ekki Fram.
Ég og fleiri drengir fórum á æfingu
hjá Fram, en við vorum víst ekki
háir í loftinu eða sérlega líklegir, og
svo mikið var víst að við vorum rekn-
ir útaf og fengum ekki að vera með.
Við höfum víst litið dálítið stórt
á okkur, þótt sem okkur væri mis-
boðið og létum skrifa okkur í Val.
Fyrsti leikurinn sem ég man eftir,
eða atvik frá keppni á þessum fyrstu
árum, er mér alltaf dálítið minnis-
stætt. Þá var ég í marki og var sjálf-
sagt ekki sérlega hár í loftinu. En þá
skeður það, að skotið er að marki og
upp undir slá, en þá reyndist ég of
stuttur til að ná til boltans og fór
hann í netið. Þetta þótti mér nú held-
ur aumingjalegt!
Var baráttan hörð í yngri flokk-
unum á þessum árum?
Þetta lið sem þarna var að mótast
var samstillt og fljótt fór að bera á
því að baráttan varð harðari og harð-
ari og þá sérstaklega í öðrum flokki
var keppnin við KR nær alltaf tví-
sýn og hörð. Oftast varð að fram-
lengja í úrslitum eða efna til nýs leiks
og venjulega var það aðeins eitt mark
sem skildi liðin að, og mig minnir
að við höfum oftast unnið, enda á
Valur gripi frá þessum tíma sem ann-
ar flokkur vann til eignar.
Þessum annars flokks leikjum Vals
og KR var veitt mikil athygli og ég
minnist þess að einu sinni var feng-
inn enskur dómari, af herskipi sem
hér var statt til að dæma leikinn, til
þess að öruggt væri að ekki yrði um
hlutdrægni að ræða, og unnum við
þann leik.
Þú varst með í því að ná hinum
langþráða sigri 1930. Hvað er þér
minnisstæðast frá þeim árum?
Mér er minnisstæður úrslitaleikur-
inn í Islandsmótinu þá. Við lögðum
metnað okkar í að vinna þetta ár,
vegna þess að þetta var þjóðhátíðar-
árið. Ég var líka svo heppinn að skora
þessi tvö mörk með aðstoð annarra
að sjálfsögðu. Mér eru bæði þessi
mörk minnisstæð. Ég hafði lúmskan
grun um að einn varnarmaður KR