Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 29
VALSBLAÐIÐ
27
Jóhannes Bergsteinsson t. v. og
Úlfai' Þórðarson t. h.
tæki mig ekki hátíðlega, en ég lék
á hann og var kominn í dauðafæri
áður en hann hafði áttað sig og ég
játa, að ég naut þess að skora mark-
ið. Síðara markið bar nokkuð öðru-
vísi að, en ég held að það hafi verið
óverjandi. Þetta var löng sending
fram að vítateigshorni, án þess að
stöðva fleytti ég knettinum áfram
og hann sat í horninu vinstra megin.
Við æfðum mikið einmitt að taka
knöttinn ,,med engang“ eins og Sör-
ensen sagði, og það mest á séræfing-
um fyrir utan vöilinn, þó aðrir væru
á æfingum inni á sjálfu leiksvæðinu.
Svo var þetta auðvitað notað á æf-
ingum og leikjum.
Hvernig var félagslífið á þessum
árum, Jóhannes?
Ég vil segja að það var mjög til
fyrirmyndar og ég sem unglingur
vildi ekki hafa farið á mis við það.
Ég var sjálfsagt yngstur af þessum
hópi sem héldum þarna saman. Ég
held að sá andi sem þar ríkti hafi
gefið mér visst veganesti fyrir allt
lífið. Vafalaust hafa forustumenn
þessa tíma átt sinn hlut að þessu,
og svo liðið sjálft. Ég hef sjaldan
verið í samstilltari hópi. Að sjálf-
sögðu vorum við ólíkir um margt,
en ýmsir þættir er varðaði leikinn og
félagslífið voru mótaðir í sama form
hjá öllum og má þar nefna: Þrot-
lausan baráttuvilja á hverju sem
gekk. Félagsvitundin og skyldan við
það, og við þetta bættist almenn leik-
gleði.
Ekki er að efa að Jón Sigurðsson,
þáverandi formaður Vals, átti sinn
þátt í þessum félagsanda, og svo komu
til áhrif frá séra Friðrik Friðriks-
syni, enda bárum við virðingu fyrir
þessum mönnum. Á það má líka
benda, að ég hef ekki orðið var við
að blettur hafi komið á kunningsskap
þessara manna sem þar stóðu sam-
an. Félagslífið álít ég að hafi verið
ákaflega heilsteypt.
Hvaða einstök félög og einstak-
lingar eru þér minnisstæðastir úr hópi
mótherja?
Ég held að KR hafi alltaf verið
mest spennandi mótherjinn. Síðustu
árin sem ég var með komu fleiri lið
fram, eins og t. d. Víkingur, með
nokkuð gott lið.
Varðandi einstaklinga úr hópi mót-
herja, held ég að það hafi verið Björg-
vin Schram, Brandur Brynjólfsson,
Þorsteinn Einarsson, sem voru mest
áberandi á þessum árum.
Álítur þú knattspyrnuna betri eða
lakari en hún var fyrir 1940 ?
Einhvern veginn hef ég það á til-
finningunni að hún sé ekki betri. Ein-
staklingarnir eru ef til vill ekki lak-
ari, en mér finnst þeir þrekminni,
sýni minni karlmennsku þegar leik-
urinn krefst þess. í seinni tíð finnst
mér liðin ekki rétt upp byggð. Mér
finnst ekki vera lögð nóg áherzla á
framvarðalínuna og útherjana. Mér
finnst útherjarnir yfirleitt lélegir hjá
félögunum. Og mér finnst ég ekki
hafa séð góða framverði síðan þeir
Sveinn Teitsson og Guðjón Finnboga-
son í Akranesliðinu hættu. Frá því
fyrsta að ég fór að gera mér grein
fyrir uppbyggingu liðs, hef ég alltaf
haldið að framvarðalínan yrði að vera
„krúntappinn" í liðinu. Það lið sem
ræður miðjunni ræður gangi leiksins.
Þetta hefur mér þótt skorta í liðun-
um núna. Áður fyrr áttum við góða
útherja, betri en núna að mínu viti.
Eini útherjinn núna sem mér finnst
nálgast beztu útherja okkar hér áð-
ur er Elmar Geirsson útherji í Fram.
Má þar nefna Agnar Breiðfjörð, Jón
Sigurðsson í Fram, Ellert Sölvason
og Magnús Bergsteinsson, svo ein-
hverjir séu nefndir, voru allir hættu-
legri og virkari en nútíma útherjar.
Finnst þér knattspyrnan hafi batn-
að í réttu hlutfalli við það fé sem
lagt hefur verið í kennsluna.
Nei, það finnst mér ekki. Ég er ekki
viss um að í þjálfun sé lagt mikið
meira nú en var hér áður, því að við
vorum að basla við að fá erlenda
þjálfara á þessum árum, af litlum efn-
um, og fengum ekki aðstoð til þess.
Hitt er svo annað mál, að ég held
að árangurinn hafi orðið meiri af því
fé, sem þá var lagt í þjálfunina, en
nú kemur. Aðstöðunni sem knatt-
spyrnumenn hafa nú er ekki hægt að
líkja saman við aðstöðuna áður. Þá
var ekki nema þessi eini völlur, Mela-
völlurinn, sem öll fjögur félögin urðu
að láta sér nægja fyrir allar æfingar
og leiki, og þar fóru einnig fram öll
frjálsíþróttamót.
Telur þú að einhvers staðar sé veilu
að finna í þróun knattspyrnunnar hér
á landi: Aðstaðan ekki nógu góð? Er
þálfuninni áfátt?Á frumkennslan hjá
þeim yngstu einhverja sök, eða eru
það einstaklingarnir sjálfir sem ráða
ferðinni, og er þá átt við fyrsta ald-
ursflokk ?
Ég held að kennslan hjá þeim
yngstu sé ekki það versta, þeir eru
fljótir að taka kennslu ef þeim er sagt
til og það er mjög einfalt að kenna
þeim. En það vantar harðari æfingar
fyrir eldri flokkana og ég tala nú
ekki um meistaraflokk, og betri þjálf-
ara. Þessir menn, sem nú fást við
þjálfun, kunna ekki það til þjálfun-
ar að sá árangur náist sem krefjast
verður.
Mín skoðun er sú, að beztu þjálf-
arar, sem hingað hafi komið, séu
Reidar Sörensen og Joe Devine. Reid-
ar var ef til vill ekki mikill knatt-
spyrnumaður, en hann kunni öll und-
irstöðuatriðin sem þurfti til þess að
verða íþróttamaður og gat sagt ná-
kvæmlega hvernig átti að gera hlut-
ina, en það er atriði sem góðir kunn-
áttumenn hafa ekki alltaf á taktein-
um. Hann hafði það í sér að kenna
út frá sér. Joe Devine kunni allt þetta
vegna þátttöku sinnar í atvinnu-
mennskunni og hann hafði líka þá
hörku og karlmennsku sem íþróttin
útheimtir og þarf að hafa til að vera
hlutgengur í enskri knattspyrnu.
Þetta held ég að hafi hjálpað okkur
mest hér á landi og sem íslenzk knatt-
spyrna eigi mest að þakka. Og ég
fullyrði að áhrifa þeirra gætti afar
lengi. Því miður finnst mér sem þau
áhrif séu horfin hjá Val, en það er
ef til vill eðlilegt þar sem svo langt
er um liðið. Þýzki þjálfarinn Buchloh
var hér líka, en hann náði ekki eins
langt og hinir tveir.
Ef til vill hefur Sörensen verið
þeirra beztur, og hann skildi eftir ým-
islegt annað í félagslegum efnum, og
í grundvallaratriðum þjálfunar. Hann
var nefnilega á margan hátt merki-
legur persónuleiki, óþreytandi að
leggja sig fram við þessi mál og allt-
af án endurgjalds, sem sjálfboðaliði.
Það er líka eins og það fylgi því að
menn ganga að þessu meira af eld-
legum áhuga, og gangi að þessu með
öðruvísi hugarfari en sá sem er að
vinna fyrir peninga. Ég held því að
það sem knattspyrnuna vantar helzt
séu þjálfarar. Aðstaða knattspyrnu-
manna er góð, mjög góð, og þar hafa
þeir ekki undan neinu að kvarta hvað
það snertir. Það eru mörg félög er-
lend, sem standa framarlega í landi