Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 32

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 32
30 VALSBLAÐIÐ Við hringborðið f. v.: Vilhjálmur Kjartansson, Þórir Jónsson, Jóhannes Eðvaldsson, Sigurður Dagsson, Frímann Helgason og Jón Karlsson. ekki nóg eins og t. d. Félagsheimilið okkar, fyrir fundi, koma þar saman og ræða málin eins og við gerum hér í kvöld, einnig meðan á keppnis- tímabilinu stendur. Ennfremur gæt- um við notað Valsskálann, og þá sér- staklega ef við erum með sundurleit- an hóp, til að þjappa hópnum saman. Þeir, sem eru giftir, gætu komið með konur sínar. Við höfum farið að Laugarvatni og hefur byrjunin verið góð, en það félagslega hefur vantað, svo að þetta hefur farið að nokkru leyti út um þúfur. Hvað æfingatæki snertir, vildi ég nefna lyftingartæki, en þau eru hér mjög léleg. Lyftingar þjálfa alla vöðva líkamans og eru því góð þjálf- unartæki. Þau tæki eru sjálfsagt dýr, en ef til vill mundi það koma fljótt til skila með betri aðsókn, ef við sýn- um betri leiki. Jón Karlsson spyr: Notið þið Öskju- hlíðina sem þjálfunarsvæði? Þórir: Það var gert þegar Árni Njálsson var þjálfari hjá okkur. Jóhannes: Varðandi lyftingarnar vil ég benda á, að það eru komnar lyftingarstöðvar í bæinn og væri möguleiki að semja við þær um þjálf- un, eftir ákveðnum tímaseðli. Fjórða spurning: Hvernig viljið þið laga þetta? Sigurður: Það hefur verið talað um sundurleitan hóp, þjálfara o. fl. Ég held, að ef það kemur í Ijós að þjálf- ari, sama hver hann er, er ekki fylli- lega vandanum vaxinn, þá eigi leik- menn að ræða það við stjórn deildar- innar og gera sínar athugasemdir, eigi hún sem atvinnurekandi að taka málið upp og styðja við bakið á báð- um; þarna verður að vera samvinna á milli allra aðila. Jóhannes: Þetta er nú mikið undir þjálfaranum komið og ef leikmenn vilja ekki fórna sínum tíma í æfing- ar, þá skil ég ekki hvað þeir eru að gera í þessu. Við erum að reyna að skapa hóp og þá verðum við að æfa til þess að ná ákveðnum árangri, og það er ekki hægt nema allir komi saman til æfinga. Þórir: Ég er smeykur við að hér á íslandi séu ekki til viðunandi þjálf- arar í fyrstu deild, en þeir hafa mikið að segja um þessi mál. Sem mann- þekkjarar eiga þeir að geta haft mik- il áhrif. Stjórnendur þurfa líka að koma á æfingar og fylgjast með því sem þar er að gerast. Þau atriði sem á bjátar þarf að skýra fyrir mönnum og reyna að fá samstöðu í málunum. Vilhjálmur: Til þess að eitt lið verði gott þarf að finna a. m. k. 16 menn sem eru tiltölulega jafnir og leyfa öllum þeim, sem getu hafa að komast að á æfingum. Ef maður á lélegan leik í deildakeppninni, á að setja hann út af leikvelli, þá á nýr maður að koma inn, sem hefur fengið mögu- leika, og vera tilbúinn að taka stöðu hins sem kallaður er af leikvelli. Fimmta spurning: Ég spurði í sum- ar nokkra kunnuga menn, ágæta ein- staklinga, og svarið var hjá öllum eins: í liðinu eru nánast þrír ósam- stæðir hópar. Hvað viljið þið segja um það? Sigurður: Við höfum nú rætt þetta innbyrðis og það má til sanns vegar færa, að þetta séu svolítið dreifðir hópar, og vil ég taka undir það, en svo er annað: ég held að leikmenn, hver út af fyrir sig, séu miklir ein- staklingshyggjumenn í liðinu, það þarf að uppræta og binda liðið betur saman. Jóhannes: Ég er sammála því, að þarna voru a. m. k. þrír hópar í liðinu og ennfremur er ég á sömu skoðun og Sigurður, að í liðinu séu yfirleitt miklir einstaklingshyggjumenn. I því sambandi vil ég benda á, að maður sem kominn er í marktækifæri á ekki að reyna að skora ef félagi hans er betur staðsettur. Þarna ásaka ég blaðamenn, þeir eru alltaf með sínar töflur um marka- hæstu menn liðanna. Þess marka- hæsta bíður bikar að loknu móti, og er það ekki freistandi að reyna að skora? Svona hugsunarháttur er til og það í öllum liðum. Þórir: Flokkurinn í sumar var mjög sundurleitur, þetta voru nokkrir hóp- ar og þetta endurspeglar einnig ein- staklingshyggjuna. Við verðum að treysta hver öðrum og bera virðingu hver fyrir öðrum. Þetta hafa verið toppmenn margir hverjir, það er erfitt að skýra þetta; það er eins og menn hugsi: Ég er toppmaður og það er sjálfsagt að ég verði það. Þetta þýðir, að það verður erfitt að komast í samfélag og samvinnu við þessa menn. Einn hópurinn var þannig klíka, að það var ómcgulegt að kom- ast inn í hana, og ég vil segja að hún hafi sundrað miklu og haldið öðrum frá sér og hinir því ekki viljað nálg- ast þá, af ótta við háðskot sem stund- um bar mikið á. Vilhjálmur: Á æfingum voru þessir hópar að ræða sín á milli hvað þeir hefðu verið að gera um helgina og hlógu þeir hver í sínu horni. Þetta er ekki eins og það á að vera. Mér finnst líka, að menn beri ekki nógu mikla virðingu fyrir félögum sínum og því sem þeir eru að gera, þegar þeir fara að ræða um það í hálfleik hvert eigi að fara eftir leikinn. Hér má líka benda á, að það er algengt að menn komi inn í hálfleik og þá stundum „rakir“, og gefa þá ráð á báða bóga. Þetta er hvimleitt, og þá komum við að því, að stjórn liðsins og því, sem það varðar, er ekki nógu góð. Mér finnst það vera undir okkur sjálfum komið hvað samstillingin er mikil, því að ef við komum bara sam- an og tölum, þá þarf þetta ekki að vera svo slæmt. Nokkrar umræður urðu um heim- sóknir í búningsklefa í hálfleik og kom þar sitthvað fram, og lögðu allir til að dyrum væri lokað meðan leikhlé stæði yfir. Kom þeim saman um, að þessir búningsklefagestir hefðu trufl- að þjálfara við umræður um gang leiksins og leiðbeiningar. Jón Karlsson upplýsti: Þjálfari fyrirskipar í upphafi tímabilsins að liðsmenn fái notið fyllstu afslöpp- unar fyrri 5 mínúturnar, en þær síð- ari notar hann til að lesa yfir okkur það sem hann hefur að segja um fyrri hálfleikinn, sem liðinn er, og tala síð- an um það sem gera skuli í síðari hálfleik. Sjötta spurning: Ef þið væruð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.