Valsblaðið - 11.05.1973, Page 38

Valsblaðið - 11.05.1973, Page 38
36 VALSBLAÐIÐ á einstaka hluti þjálfunarinnar, en aðalatriðið er að þjálfunin fari fram með áhuga, og þeirri alvöru sem nauð- synleg er. Þjálfun er ekki skemmti- leg ef hún er framkvæmd rétt og jákvætt. En því meiri verður ánægjan þegar maður kann það sem gera skal og getur leikið með af lífi og sál. Að taka þjálfun ekki alvarlega, eða aðeins til að skemmta sér er mikil tímasóun. Á vorum dögum er æpt há- stöfum um það, að áhugamenn geti ekki borið sig saman við atvinnu- menn. Þar er ég ekki sammála. Víst er það svo að atvinnumennirnir fá laun, og eru skyldaðir til að þjálfa, en áhugamaður verður að læra nákvæm- lega það sama og atvinnumaður, og hefur oftast meira í það að læra atrið- in rétt ef hann notar allan vilja sinn og orku, og notar tímann jákvætt. Þetta þekki ég, svo að það er engin afsökun til. Vilji maður vera með í leiknum, þá verður maður að borga fyrir það, hvað sem það kostar, og ekkert að afsaka. Ég er einn þeirra, sem hallast að þjálfun í smáhópum, þar sem hver einstakur fær sína skólun, allt eftir líkamlegum og huglægum eiginleik- um hans. Einn leikmaður þarfnast mikillar þjálfunar en annar lítillar: Ekki kindahópa-þjálfun þar sem allir eiga að segja ,,Me-me“ í kór. Þetta verður þjálfaranum að vera ljóst. Og svo að lokum: Stjórnin í félaginu verður að vera með menningarbrag, innávið og útávið. Þetta fann ég sérstaklega hjá ÍR og Val og einnig hjá Fram. Var einhvers konar stríð milli þín og KR. KR, já, ég minnist félagsins mæta- vel, og forystumanna þess, sem voru efalaust góðir félagshyggjumenn á sinn hátt. En það getur stundum orðið of mikið, en duglegir voru þeir, og mik- ið mátti af þeim læra, ef maður gætti þess að greina milli góðs og ills. Ég verð að játa, að ég var alltaf á verði gagnvart þeim. Aldrei alveg hjartan- legur í viðmóti. Eftir nútíma orða- lagi var alltaf um „kalt stríð“ að ræða, í orðsins köldustu meiningu. Það var yfirleitt KR fyrst og fremst. Ekki ólíkt því sem sagt er að Bretar hafi sagt um sjálfa sig: Að allt sem Eng- land gerir er rétt, hvort sem það er rétt eða ekki! Ennþá ríkir KR í Vesturbænum 1 Reykjavík. Konungsríki fyrir alla KR-inga. Það var á sínum tíma talið að það væru „landráð“ ef drengir úr Vesturbænum gengi t. d. í Val. Þannig man ég KR, blandað góðu og slæmu. I dag skoðar maður þetta með mildari augum, er hógvær í dóm- um sínum, og það skal maður alltaf vera. Þátttaka í störfum íþrótta- hreyfingarinnar hér? Trúnaðarstörf meðan ég var á ís- landi annaðist ég ekki svo mikið. Þó var ég alllengi í Knattspyrnuráði Reykjavíkur fyrir Val. Það gerði mig hlédrægari að ég var norskur. Um skeið var ég í stjórn Skíðafélags Reykjavíkur og ævifélagi þar. Ég er einnig ævifélagi í ÍSÍ, og hef númerið 100. Ég var einn af stofnendum íþrótta- ráðs Reykjavíkur, og var fyrsti for- maður þess. Um skeið starfaði ég sem dómari á fimleikamótum, milli Ármanns og ÍR. Um keppni þessa og mat voru mjög skiptar skoðanir, sem ómögulegt var að samræma, vegna þess að kerfi flokkanna voru svo mis- munandi. Við þetta bættist að kunn- átta dómaranna var heldur bágborin. Ég minnist t. d. þegar einn dóm- arinn byrjaði á því að gefa 10 fyrir æfingu, og þó var einkunnargjöfin frá einum til tíu. Mörgum sinnum endaði keppni þessi með svo miklum deilum og ó- samkomulagi, að leggja varð keppnina niður- Ég mun einnig hafa verið einhvern tíma í stjórn Vals, auk þess var ég með í því að stofna Norræna félagið á íslandi. Ég hef það alltaf á tilfinningunni að þú sért ívið meiri Islendingur en Norðmaður. í fyrsta lagi vil ég segja það, að móttökurnar, sem ég hef fengið á ís- landi þegar ég hef komið þangað eru svo hjartanlegar á allan hátt, að aðeins það væri nóg til að fá mig til að vera meiri íslendingur en Norðmaður. En það er ekki aðalástæðan. Þegar ég var ungur lagði ég niður fyrir mér menningu ýmsra þjóða, og gerði samanburð á þeim. Ég hef lesið mikið sögu og þá sérstaklega sögu Norður- landanna. Þær skoðanir sem ég hef gert mér um ísland og Islendinga áður en ég fór til íslands, hafa staðizí. Ég kynntist á íslandi menningu og háttvísi, sem einkenna það sem skrif- að er í sögunum. Það hefur glatt mig að geta staðfest það að íslendingar hafa varðveitt sérkenni sín, sem st.anda við hlið Noregs á veldistímum Haralds harðráða, og sem náðu toppn- um með orustunni við Stamford- brú í Englandi árið 1066. Síðan hefur því hnignað hér heima í Noregi. Ánægjan að sjá það, sem maður hefur oft hugsað sér, hefur alltaf verið mér mikils virði. Sá metnaður, hæverskleiki og tryggð við gamla siði og umgengnisvenjur, sýna að hin gamla norræna menning lifir ennþá á íslandi. Og það á þessum tímum, sem allt á að jafna út. og blanda saman í einn graut, þá skín þetta sem Ijós í myrkrinu í dag. Með öðrum orðum: þegar ég kem til íslands finnst mér ég vera Norðmaður og íslendingur, í krafti hinna gömlu norrænu menn- ingarerfða. Á leiðinni til Noregs eftir íslandsferðina 1956, sat ég uppi á þilfari þegar landið var að hverfa og sá hvar Vatnajökull „flaut“ í hilling- um á hafinu, það var hrífandi sjón, og því sagði ég í lok skýrslu minnar til Knattspyrnusambands Noregs, „að nú værum við að yfirgefa það land, sem nú og í framtíðinni varðveitti þá menningu og tungu, sem einnig var eitt sinn vor menning og vort tungu- mál“. Hvað vildir þú svo segja að lokum um Val og kynni þín af félaginu, og hvaða ráðleggingar vildir þú gefa Valsmönnum til þess að ná betri árangri í íþrótt sinni? Að ná betri árangri í íþróttum er aðeins spurning um eiginleika og vilja til að aðhafast eitthvað, og hvort félagið geti orðið sér úti um þjálfara, sem kunna sitt fag, um það get ég ekki sagt svo mikið. Það er þó eitt sem ég vil segja við ykkur Valsmenn, sjáið til þess að Valur haldi áfram að vera fyrirmynd hvað varðar siðgæði og menningu, eins og það er í dag. Gefa ekki eftir á kröfum til félag- anna, að þeir sýni framkomu sem íslandi sæmir. Látið þá eldri um stjórn og ábyrgð. Við lifum í heimi, þar sem æskan er meira og meira rótlaus og óörugg. Hinn efnislegi lífs- skilningur getur orðið til þess að eyða verðmætum á sviði menningarinnar. Við getum verið Evrópumenn, jafn- vel heimsborgarar, án þess að missa hin menningarlegu sérkenni sem ís- lendingar. Þetta væri trygging fyrir því, að hin norræna menning, sem einu sinni var hluti af heimsmenn- ingunni, muni ekki deyja út. Látið einbúann í Atlantshafi enn, og í allri framtíð, vera lýsandi dæmi um það, hvað gamall og góður menn- ingararfur hefur að segja fyrir fólk almennt, sem vill varðveita það bezta í manninum, sem vill lifa og berjast fyrir mannlegum hugsjónum. Þetta Ijós kemur frá norðri, eins og það hef- ur alltaf gert, og sem það vonandi mun alltaf gera. Setji Valur sér þetta markmið, og geti félagið fengið næstu kynslóð til að gera það sama, getið þið, sem í dag eruð á þeim aldri að sjá fyrir end- ann á langri ævi, hallað ykkur í gröf- ina i fullri vissu um það, að þið hafið unnið gott starf fyrir land og þjóð, starf sem fyrir ykkur alla mun vega þungt á degi dómsins eins og það er kallað.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.