Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 40

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 40
38 VALSBLAÐIÐ áfangi náðist hjá Super greyinu, því að hann fór inn á þegar 4 sek. voru til leiksloka, en því miður skoraði hann ekkert mark fremur en endranær. Kl. 10,30 lék 2. fl. karla aftur og þá við Fjellhammer (Lillehammer) frá Noregi, algjörir gúllíverar, en put- arnir létu það ekki á sig fá og sigr- uðu: 5:2. Heilsteyptasti leikur okkar. 3. fl. karla keppti sinn fyrsta leik í milliriðli (eftir að hafa unnið riðil- inn), rétt á eftir okkur, en töpuðu naumlega og voru þar með úr leik, það var við G.u.if Svíþjóð 7:8. II. fl. karla fór svo strax í skólann og slappaði vel af til næsta leiks. Um hádegisbilið fór svo II. fl. karla til leiksvæðisins og lék þá við H-43 Lundi, Svíþjóð. Þrælsterkt lið (m. a. voru 2 unglingalandsliðsmenn í þessu liði, eins og hjá okkur). Hiti var mik- ill meðan á leiknum stóð, og hefur það eflaust haft sín áhrif á úrslit leiksins. Mikið var um áhorfendur eins og endranær, og hvatningahróp mikil. Við töpuðum 6:9 fyrir þessu skemmtilega liði, eftir að staðan hafði verið 6:6. Þannig lauk skemmtilegri sigurgöngu II. fl. karla í Danmörku. The Little big man, Þorbjörn (Tobbi), var markahæstur af okkur, með um 20 mörk. Stelpurnar kepptu gegn Acta, Dan- mörku síðar um daginn og unnu stór- sigur 14:0. Einnig kepptu þær við Herlev frá Svíþjóð sama dag. Leikn- um lauk með jafntefli 2:2. Valur tap- aði leiknum á vítakastskeppni 3:6, og voru þær þar með úr leik. Á leiðinni heim fengu menn sér mat og bjór á restaurant. Um kvöld- ið var bjórdrykkju haldið áfram með tilheyrandi afleiðingum og þrekæf- ingum fram eftir nóttu. Stjórn- endur voru Jón Pétur Jónsson og Kristján ölóði. Ólafur Blomsterberg komst yfir lukkutröllið Töve og 20 bjóra markið á algerum mettíma, og þar með var langþráðu takmarki náð. Enginn Þyrnirósarsvefn var hjá lýðn- um þessa nótt. Laugardagur 29. júlí. Vaknað var um kl. 10. Veðrið var fremur leiðinlegt (regn og eldingar). Reyndar átti að snæða morgunverð í Valby, en þegar til skjalanna kom, reyndist það vera algjör apafæða (þ. e. Onkel Tuca-bananar). Eftir hádegi fóru flestir úr hópn- um í KB-höllina til að horfa á úrslita- leiki mótsins. Þarna ríkti mikil stemmning á áhorfendapöllunum, sem töldu allt að 6.000 manns. Meðal ann- ars sigruðu H-43 Lundi (sem sleg- ið höfðu II. fl. karla úr keppninni), Stadion 8:5 í skemmtilegum leik. Um kvöldið var ákveðið að reynt » ' ' i j L. J mm W > II. fl. úr Norðurlandareisu. Efri röð frá vinstri: Björgvin Guðmundsson, Sigurður Ámundason, Birgir Þórarins- son, Gísli A. Gunnarsson, Jón Levý, Atli Bragason, Þorbjörn Guðmundsson, Jón P. Jónsson. — Neðri röð frá vinstri: Gunnar Svavarsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Kristján Þorvaldsson, Oscar Sw. Jóhannesson, Ólafur Guðjónsson, Ivar Eysteinsson. væri að fá miða í bíó. Náðist að skrapa saman 25 manns með þjálfurum og fararstjóranum. Aðrir reyndu við Tivoli. Við náðum svo í miða í Palladium, á mynd sem hét Dræberen og var frönsk. 9/10 gengu út í leikhléi, enda myndin hundleið- inleg. Síðan tvístraðist hópurinn í all- ar áttir. Lítið var um þrekæfingar þessa nótt ef undanskildir eru Birgir, Tit- anic og Gísli A. Cavaler. Sunnudagur 30. júlí Um kl. 7 vaknaði hópurinn. Reynd- ist þetta vera síðasta nóttin í Lykke- boskole, því að við áttum að flytja úr þessum skóla í annan skóla eigi langt frá Valby, og áttum að gista þar síðustu nóttina í Kaupmannahöfn. Þegar fólkið var búið að koma sér fyrir í nýja skólanum var ákveðið að fara í dýragarðinn. Aðallega voru aparnir skoðaðir, sem voru æstir í meira lagi og grýttu áhorfendur. Einnig keyptu flestir af krökkunum sér gular derhúfur til minja, tileink- aðar safninu. Um kvöldið fór fólkið almennt í diskótek, að fáeinum undanskildum, sem annað hvort fóru í Tivoli eða voru heima. Mánudagur 31. júlí. Síðasti dagurinn í Kaupmannahöfn. Vaknað var snemma þennan dag. Fóru flestir í verzlunarferð út í mið- borgina. Síðan var farið að pakka saman í miklum flýti, því að við átt- um að vera mætt á Kastrup-flugvelli um eitt-leytið. Á flugvellinum hittum við íslenzka handknattleikslandsliðið, sem var á heimleið eftir keppnisferð til Noregs og V-Þýzkalands. Við sáum Gylfa Þ. Gíslasyni bregða fyrir í flugstöðvarbyggingunni, ný- kominn frá Fróni, sjálfsagt í ein- hverjum erindagerðum fyrir íslands hönd. Við flugum í einni af þotum SAS, Sven Viking, til Gautaborgar. Ferð- in yfir til Gautaborgar tók um 50 mín. Fengin var rúta til að aka fólk- inu til gististaðarins, sem reyndist vera Partille, sem er ákaflega fal- legur bær 17 km fyrir utan Gauta- borg. Mótið, sem hét. Partille-Cup, var sótt af liðum alls staðar að úr Ev- rópu, en í því tóku þátt um 300 lið í öllum flokkum, eða um 3000 þátt- takendur. Eftir að báðir karlaflokkarnir höfðu komið sér fyrir í mjög vistlegum íþróttasal, alveg við keppnissvæðið, var farið á eina en harða æfingu. Síðan fóru flestir til Partille-Hotel (en þar voru heimkynni stúlknanna, meðan keppnin stóð yfir) til snæð- ings. Síðan var farið í diskótek í hót- elinu. Á leiðinni frá heimkynnum stúlknanna var móralnum haldið uppi með únn-a-rassa í Strætó. Farið var snemma að sofa þetta kvöld. Þriðjudagur 1. ágúst. Vaknað var snemma þennan morg- un. Fóru krakkarnir síðan að snæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.