Valsblaðið - 11.05.1973, Side 48

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 48
46 VALSBLAÐIÐ Gunnar Kristjánsson fyrirliði 4. flokkur Eg hef líklega verið átta ára þegar ég byrjaði að iðka handknattleik og þá í skólanum, og svo gekk ég litlu síðar í Val. Hins vegar æfi ég knattspyrnu á sumrin með „Stjörnunni", en ég á heima þar suðurfrá. Mér finnst nú skemmtilegra að leika knattspyrnu úti á sumrin, en svo handknattleik á veturna. Ég fór að keppa með Val í fyrra, og ég held að fyrsti leikurinn hafi verið við Þrótt, og töpuðum við hon- um. Ég hef aðallega verið miðherji, en stundum í horni, en mér finnst skemmtilegra að vera miðherji. Ég er nú ekki sérlega ánægður með árangurinn á árinu 1972. Ég keppti nú ekki mikið, en mér fannst pilt- arnir frekar kærulausir. I haust byrj- uðum við ekki vel, töpuðum fyrsta leiknum, en unnum þó næsta leik. Mér finnst að piltamir ættu að taka æf- ingarnar með meiri alvöru en þeir gera, en ég held að þeir taki sig á, og reyni að gera betur. Ég er ánægður með þjálfarann, en ég held að það væri betra að þeir væru tveir. Með því væri hægt að fá meira út úr æfingunum, t. d. meiri séræf- ingar fyrir markmann og skotmenn. Við þurfum ekki að klaga yfir aðstöð- unni á Hlíðarenda. Þó held ég að það væri gott fyrir flokkinn að haldnir væru fræðslu- og umræðufundir. Ég vona svo að drengirnir herði sig, og að okkur gangi betur í íslands- mótinu en á síðasta keppnistímabili. Sigríður Ingólfsdóttir 3. flokkur Ég var orðin 11 ára þegar ég gekk í Val. Á þeim tíma kenndi Sigrún Ingólfsdóttir mér leikfimi, og er ekki ósennilegt að það hafi haft sín áhrif, að ég gekk í Val. Ég stundaði æfing- arnar og þótti gaman, og svo fór ég fljótlega að taka þátt í kappleikjum. Allir þessir leikir voru skemmtilegir, en einna eftirminnilegastur er þó úr- slitaleikurinn í Islandsmótinu síðasta, en þar kepptum við gegn FH. Þetta byrjaði vel, við skoruðum 2 mörk, en þá snerist allt við. FH-stúlk- urnar gera sér lítið fyrir og skora 4 mörk í röð, og stóðu leikar 4:2 þeim í vil. Við vorum orðnar vondaufar um að takast mundi að sigra úr því sem komið var. Við reyndum þó að stappa stálinu hver í aðra og ákváðum að gera okkar bezta. Nú snerist þetta við, þannig að okkur tókst að skora þrjú mörk en FH skoraði ekkert mark, og þannig urðum við íslandsmeist- arar, og var því mikið fagnað. Þetta gekk vel hjá okkur á síðasta keppnistímabili og töpuðum við eng- um leik, en einn leikur var dæmdur af okkur og veit ég ekki hvers vegna. Þetta byrjaði vel núna, unnum t. d. KR 7:2 og Fylki 7:0, og vona ég að framhaldið verði svipað. Ég er mjög ánægð með þjáifarana okkar, þeir gætu ekki verið betri, en það eru systurnar Sigurjóna og Hildur. Mér finnst að það hafi verið held- ur dauft yfir félagslífinu í handknatt- leiknum, og vildi ég leggja til að það yrði hresst svolítið upp á það með fundum, þar sem rætt væri um hand- knattleik, spilað, dansað og sungið svolítið. Slíkir fundir mættu vera við og við allan veturinn. Ég er mjög hrifin af meistaraflokki kvenna í Val, og vissulega hafa þær örvandi áhrif á okkur til að æfa, enda er það svo að æfingar eru vel sóttar. Ég geng nú upp í annan flokk á næsta ári, og við flestar, sem keppt- um á þessu ári, en ég held að þær sem eftir verða taki upp merkið í sama anda og verið hefur. Við fórum ekkert út fyrir borgina til keppni, en það væri skemmtilegt að fara smáferð til annarra staða og keppa þar. Ég er ánægð með aðstöðuna á Hlíð- arenda, og allt sem að mér snýr þar. Við borgum 10 krónur inn á æfing- una, en bíóferð kostar 45 krónur. Þetta er því mjög ódýr skemmtun. Mér lízt vel á framtíðina í hand- knattleiknum í Val og vona að allt gangi þar vel. Birgir Gunnarsson 3. fl. A aftur í Val og uni mér vel þar. Mér fannst líka að þjálfararnir væru betri í Val. Ég leik oftast miðherja og fellur það vel. í haust hefur okkur gengið heldur vel það sem af er. Höfum leikið 3 leiki, unnið tvo en tapað einum. Það sem mér er minnisstæðast úr handknattleiknum, er utanferðin í sumar, það var reglulegt ævintýri. Ég hef aldrei farið til útlanda fyrr, og svo var sjálf keppnin hjá okkur svo spenn- andi. 1 þriðja flokki komumst við í undanúrslit og það sama gerði annar flokkur, en annar flokkur kvenna komst í úrslit. Mér fannst þetta góð frammistaða. Við urðum líka ákaf- lega hrifin af því að ein Valsstúlkan var kjörin bezta handknattleiksstúlka mótsins, og það hitti okkur í Val beint í hjartastað! Einn skemmtilegasti leikur sem ég hef leikið var einmitt í þessari ferð, leikur við norskt lið. Fór leikurinn fram á knattspyrnuvelli sem var mal- arvöllur, og merktur fyrir handknatt- leik. Auk þess var mikil rigning. Þeir komust strax með fjögur mörk yfir, og höfðu þrjú mörk yfir í leikhléi. Við vorum orðnir nærri vissir um að við mundum tapa þessu, en ákváð- um að taka á í síðari hálfleik. End- irinn varð sá, að við unnum með eins marks mun. Ég er sannfærður um, að þessi ferð hafði örvandi áhrif á okkur öll, og að hún var viss hvatning til okkar að halda vel saman í framtíðinni. Ég vildi óska að slíkar ferðir yrðu farn- ar á komandi árum með þátttöku sömu aldursflokka og fóru í sumar. Ég er ákaflega bjartsýnn með keppnistímabilið sem er að byrja, og það er hugur í piltunum að halda saman. Við höfum líka góðan þjálf- ara, nýja formanninn okkar, hann Þórð Sigurðsson. Birgir Gunnarsson fyrirliði í 3. fl. A. Ég byrjaði minn feril í Val sem knattspyrnumaður og lék með fimmta flokki og fjórða flokki, og svo flutt- um við upp í Breiðholt og þá gekk ég í ÍR og æfði með þeim handknatt- leik. Mér féll ekki eins vel þar og mér hafði fallið hjá Val svo að ég fór Steindór Gunnarsson fulltrúi 2. fl. Ég var nú orðinn 12 ára þegar ég fór að iðka handknattleik. Áður hafði ég verið með í knattspyrnunni í Val, og keppt þar í fjórða flokki, og knatt- spyrnu hef ég iðkað frá því ég man eftir mér. Síðasta keppnistímabil gekk nokk- uð vel hjá okkur, vorum í öðru sæti

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.