Valsblaðið - 11.05.1973, Page 64

Valsblaðið - 11.05.1973, Page 64
62 VALS B LAÐIÐ Guðmundur Ingimundarson, hinn ötuli Valsmaður á skrifstofu félagsins, sem opin er öltum á fimmtudögum frá kl. 6—8 á kvöldin. ...Wcr/iiin ckki (icfast upp /iií/í uifsóknin sc sufpfi fiuiHmundur ingintundarsun. Fríinann Hclfiuson: KSÍ 25 ára Á þessu ári, eða nánar til tekið 26. marz, átti Knattspyrnusamband Is- lands 25 ára afmæli. Knattspymuráð Reykjavíkur átti mestan þátt í stofn- un sambandsins, og sérstaklega var formaður þess þá, Jón Þórðarson, virkur og átti mestan þátt í stofnun sambandsins. Að stofnuninni stóðu: íþrótta- bandalag Reykjavikur, Iþróttabanda- lag Hafnarfjarðar, Iþróttabandalag Akraness, íþróttabandalag Akureyr- ar, íþróttabandalag Vestmannaeyja, íþróttabandalag Siglufjarðar og Iþróttabandalag Isfirðinga, og munu um 12 knattspyrnufélög hafa verið í þessum bandalögum. Stofnfundur- inn fór fram í Reykjavík. Fyrsti formaður sambandsins var Agnar Kl. Jónsson, núverandi sendi- herra í Osló. Á þessum árum hefur knattspyrnunni vaxið fiskur um hrygg á flestum sviðum. Sérstaklega hafa skipulagsbreytingar átt sinn þátt í því að auka almennan áhuga fyrir íþróttinni. Má þar nefna hinar þrjár deildir sem nú eru hér starfandi eftir ákveðnum reglum, og ná orðið til nær alls landsins. Þar kemur og til Bikar- keppnin, sem náð hefur miklum vin- sældum. Þessi víðtæka starfsemi hefur svo aftur fætt af sér betri aðstöðu um allt landið og má í því sambandi benda á: Velli, hús og fleiri leiðbein- endur. Þátttaka í alþjóðlegum knatt- spyrnumótum hefur orðið að fastri venju á allmörgum s.l. árum. Allt þetta staðfestir það starf, sem stjórnir KSÍ frá upphafi hafa innt af höndum þessi 25 ár. Auk þess má nefna hið mjög svo aukna samstarf við önnur lönd og í alþjóðasambönd- um. Sambandið hefur yfirleitt verið heppið með forustumenn, allt frá stofnun þess og til þessa dags. Það verður því ekki annað sagt en að vel hafi tekizt til um störf sambandsins og meiru verið til vegar komið en menn þorðu að vona í upphafi. Formenn sambandsins frá upphafi hafa verið: Agnar Kl. Jónsson, Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri, Sigurjón Jónsson járnsmiður, Björgvin Schram og Al- bert Guðmundson. Valsblaðið óskar Knattspyrnusam- bandinu allra heilla í tilefni af þessu aldarfjórðungsafmæli sínu. Sifiurdór Sifiurdórsson: Opið hús hjá Val Síðan á miðju síðasta sumri hefur skrifstofa félagsins verið opin fyrir alla Valsmenn einu sinni í viku, á fimmtudögum milli kl. 5—7. Stjórn félagsins vildi kalla þetta opið hús hjá Val og ætlaðist til þess að ungir og gamlir félagar, auk foreldra þeirra barna, sem iðka íþróttir hjá félag- inu, kæmu og litu inn á skrifstofuna. „Því miður hefur þetta ekki gengið nógu vel ennþá“, sagði Guðmundur Ingimundarson, ritari stjórnar Vals, sem veitt hefur skrifstofunni forstöðu frá því að hún var opnuð. — Er áhugi manna takmarkaður á þessari tilraun? — Nei, ekki þeirra sem tjá sig um það, en það vantar bara að fleiri komi. Kannski höfum við ekki auglýst þetta nóg, þannig að of fáir vita af þessu. — Hvort hefur borið meira á ung- lingum eða fullorðnum í hópi þeirra sem litið hafa inn? — Megnið af þeim, sem hafa kom- ið, eru unglingar sem átt hafa leið í íþróttahúsið. Og jú, það hafa litið inn einn og einn af þeim eldri og nokkrir hafa komið til mín, til að greiða árgjaldið. — Finnst þér aðsóknin hafa vaxið frá því að skrifstofan var opnuð fyrst ? — Það get ég varla sagt. Þetta virð- ist vera ósköp svipað frá byrjun. Suma dagana kemur enginn en aðra daga koma nokkuð margir. Aðalat- riðið er að gefast ekki upp. Það verð- ur að vinna betur að þessu en gert hefur verið. — Hefur þér fundizt, að þeir ung- lingar, sem komið hafa til þín, hafi verið forvitnir um félagið og sögu þess til dæmis? — O, það verður nú að segjast eins og er, að flestir koma þeir til að skoða bikarasafnið, frekar en til að forvitnast um sögu Vals. Ég hef haft þarna nokkuð af Valsblaðinu og þau hafa fengið blaðið, sem það hafa viljað. —■ Hefurðu vonir um að aðsóknin aukist á næstunni? — Ég er alveg sannfærður um að það er hægt að auka hana og að því verðum við að stefna. —■ Hefur eitthvað af ungu fólki gerzt félagar í Val þarna hjá þér? — Nei, það er nú ekki mikið um það. Þó hafa nokkrir komið og látið rita sig inn. Það fer ekki hjá því. — En þú ert bjartsýnn, Guðmund- ur, þrátt fyrir að ekki hafi gengið sem skyldi í byrjun? — Já, ég er það. Kannski höfum við ekki farið rétt að í byrjun, en þá er bara að leiðrétta það og þá er ég sannfærður um að við höfum gert rétt í því að opna þarna skrifstof- una fyrir þá, sem vilja kynnast félag- inu, eða eldri félaga sem vilja hittast þar og fylgjast með. S.dór.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.