Valsblaðið - 11.05.1973, Side 66

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 66
64 VALSBLAÐIÐ Jón Karlsson: Viötal viö Gunnstein Skúlason, fyrirliða Islands í handknattleik Flestum nmn enn í fersku minni, að Islendingar voru meðal þeirra þjóða, er þátt tóku í liandknattleikskeppninni á Olympíuleikunum í Munchen sl. sumar. Valur átti marga fulltrúa í íslenzka lands- liðinu. Einn þeirra, Gunnsteinn Skúlason, var fyrirliði liðsins og þótti Valsblaðinu til lilýða, að fá Gunnstein til að segja lesendum frá þessari fyrstu för íslenzks handknattleiksliðs á Olympíuleika. bært að tala um það. Okkur hefur t. d. dottið í hug að efna til jólatrés- fagnaðar um áramótin 1973—’74. Þetta er orðinn blessaður hópur í kringum okkur eða bráðum 16 börn. Hugsum við okkur þá að fá félags- heimilið, skreyta það sjálfar, búa til sælgætispokana sjálfar og ekki ætt- um við að verða í vandræðum með jólasveina! Þá var spurt hverju sætti dugleysi bænda þeirra að heiman eða réttara sagt á vellinum. Og það stóð ekki á svörum, þau voru ekki löng og þau voru ekki mörg eða margbrotin: Áhugaleysi, nenna ekki að- berjast! Eru þeir ekki þögulir þegar þeir koma heim eftir tapaðan leik ? Og, nei, nei, þeir eru orðnir svo vanir þessu! Hafið þið hugsað þeim nokkra þegj- andi þörf? Ekkert svar. Hafið þið kynnt ykkur nokkuð efni leikritsins Lysistrada ? Þær líta kankvísar hver á aðra og reka síðan upp skellihlátur. Það var ómögulegt að átta sig á hvað á bak við hláturinn lá! iVýr þjálfari í knattspyrnu Ráðinn hefur verið sovézkur knatt- spyrnuþjálfari, U. Ilycheu, til félags- ins fyrir næsta keppnistímabil. Hr. Ilycheu er 40 ára gamall, doktor í íþróttum, og talar ensku. U. Ilycheu mun fysrt og fremst þjálfa I. deildar lið félagsins, auk þess mun hann leiðbeina við þjálfun yngri flokka Vals. Hr. U. Ilycheu er ráðinn í 9 mánuði. U. Ilycheu er hér með boðinn vel- kominn til félagsins og vænta allir Valsmenn góðrar samvinnu og sam- starfs við hann. Varstu ánægöur með árangur ís- lenzka landsliðsins í handknattleiks- keppni Olympíuleikanna ? Nei, að sjálfsögðu ekki. Við gerð- um okkur sterkar vonir um að verða meðal 8 efstu liðanna, en eins og mönnum er kunnugt nægði okkur ekki jafnteflið við Tékka. íslenzka liðið dróst í riðil með A-Þjóðverjum, Tékk- um og Túnismönnum. Fyrirfram var vitað að A-Þjóðverjarnir voru sigur- stranglegastir í riðlinum, en barátt- an myndi hins vegar verða milli Is- lendinga og Tékka um annað sætið, seir. jafnframt þýðir að lið nr. 2 í riðl- inum fer beint í 8 liða úrslit. Þegar svo að Tékka-leiknum kom vorum við ákveðnir að sigra leikinn, og með stórgóðum leik fram að lokamínútum tókst okkur að ná 3 marka forystu, en þá var eins og allt færi úrskeiðis, við vorum varla komnir upp að varn- arvegg Tékkanna þegar dómararnir tóku að dæma af okkur boltann fyrir leiktafir, sem kom okkur mjög á ó- vart. Þegar svo flautað var til leiks- loka hafði Tékkum tekizt að jafna leikinn í 19—19, og héldu áfram í 8 liða úrslit með hagstæðara marka- hlutfall en ísland. Það má því segja að þarna hafi aðeins 1 mark í þess- um leik skilið á milli 12. og 8. sætis- ins fyrir okkur. Eftir þessi óhemju vonbrigði var sem allur kraftur færi úr liðinu og í þeim tveim leikjum sem eftir voru, þ. e. við Pólverja og Jap- ani tókst okkur ekki að sína okkar rétta andlit. Teluröu liðiö hafa veriö nógu vel undir keppnina búið? Þarf ekki þjálf- un liðs fyrir slílc stórátök að byggjast á 2—S ára áætlun ? Fullljóst er, að ef vænta á einhvers árangurs í framtíðinni af þáttöku íslenzks liðs í keppni sem þessari, þarf undirbúningur liðsins að byggj- ast á skipulagningu fram í tímann. Áætlun sem slík yrði að sjálfsögðu mjög fjárfrek þar sem óhjákvæmilegt er að gera ráð fyrir nokkrum keppn- isferðum þar sem stefnt yrði að því að koma liðinu í æfingamót, með þátt- töku 5 til 6 landsliða. Undirbúningur fyrir síðustu Olym- píuleika var of stuttur og má segja að hann hafi skipzt í tvennt, annars vegar undirbúningur liðsins fyrir þátttökuna í undanúrslitunum á Spáni í marz s. ]., og eftir að ljóst varð að Island hafði tryggt sér þátt- tökurétt á Olympíuleikunum í Mun- chen var sumarið skipulagt til æf- inga. Hvaða atriði voru þau sem greini- legast skildu milli íslenzka liðsins og efsta liðsins t. d. Júgóslava? Því er fljótsvarað. Líkamlega betur þjálfaðir, sprettharðari og yfirleitt leiknari með knöttinn að ógleymdu því, að þeir leika allan tímann undir ströngum aga. Þeir hafa yfirburði vegna þess að þeim er gert kleift að æfa 4—6 tíma á dag- Með öðrum orðum, þetta er þeirra atvinna þessa stundina. Telurðu að ísland haldi áfram svip- uðum sess og það nú skipar, eða sé að dragast aftur úr i handknatt- leiknum ? Að mínu áliti hefur ísland dregizt aftur úr síðustu ár og þá sérstaklega ,,Austurblokkinni“. Við munum halda áfram að missa af lestinni svo fram- arlega sem við spyrnum ekki við fót- um strax. Vinna þarf að því að koma íslenzkum þjálfurum á námskeið hjá fremstu handknattleiksþjóðum heims, og gefa þeim tækifæri til þess að fylgjast með helztu nýjungum frá ári til árs. Einnig þarf handknatt- leiksforustan að vinna að því að fá hingað viðurkennda erlenda þjálfara með það fyrir augum að skipuleggja námskeið fyrir íslenzka „kollega" sína. Nú þarf elcki að efa að aðstaða yklcar til keppni hefur verið hin bezta. Geturðu sagt eitthvað um hana í stuttu máli, svo og um hlut dómar- anna í leilcjunum? Aðstaða til keppni í þrem fyrstu leikjunum var ósköp svipuð og við eigum að venjast hér heima að und- anskildu því að ferðazt var með lest í 2—3 tíma fyrir hvern leik til þeirr- ar borgar sem við áttum að leika í, og var þá yfirleitt lagt af stað um miðjan dag, og síðan leikið um kvöld- ið, og komið til baka kl. 1—2 um nóttina. Síðustu tvo leikina lékum við svo í handboltahöllinni, sem jafn- framt var notuð fyrir aðrar greinar 1

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.