Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 67

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 67
VALSBLAÐIÐ 65 líka. Þar var aðstaða öll til fyrir- myndar, stór og björt búningsher- bergi, sérstakur upphitunarsalur, þar sem þjálfari gat undirbúið liðið fyrir leikinn, og síðast en ekki sízt sjálfur keppnisvöllurinn, bjartur og skemmtilegur, með sætaröðum allan hringinn, sem virtist frá keppnis- vellinum séð, teygja sig hátt upp eft- ir hvolfþakinu, sem annars verður manni sennilega eftirminnilegast hvað byggingarstíl varðar. Um hlut dómaranna í leikjunum er annars bezt að hafa sem fæst orð. Við erum ýmsu vanir og komum sennilega til með að þurfa að kingja ýmsu frá þeim í framtíðinni. Annars kom það okkur mest á óvart hversu áfergjulegir þeir voru í að flauta á leiktafir í tíma og ótíma. Voru áhorfendur að leikjunum margir og hafði fjöldi þeirra einhver áhrif á stemningu ykkar í leikjun- um? Leikirnir voru yfirleitt vel sóttir, enda áhugi mikill í Þýzkalandi fyrir handknattleik. Þegar við lékum við Tékka var t. d. húsfyllir og var ágæt stemning í húsinu okkur í hag. Okk- ur var alls staðar vel tekið og til gamans má geta þess að alltaf voru mættir 50—60 íslendingar sem bjuggu í Þýzkalandi, aðallega náms- fólk, og hvöttu okkur óspart. Hvað var við að vera hjá ykkur milli leilcja, t. d. æfingar, horft á aðra keppnir, eða eitthvað annað? Skipulag þessara Olympíuleikja var á allan hátt til fyrirmyndar- Eins og Þjóðverja var von og vísa gleymdu þeir svo sannarlega ekki að útbúa aðstöðu fyrir íþróttafólkið til alls- konar leikja og tómstundagamans, því að af frítímanum var nóg. Menn gátu valið um hvort þeir heldur vildu fara í mini-golf, borðtennis úti eða inni, tefla skák úti í sólskininu með taflmönnum á stærð við gólf- vasa, sleikja sólskinið í sundlaugun- um, fai'ið í bíó eða diskótek á kvöldin. Aðstaða til æfinga var ágæt og æfð- um við venjulega einu sinni á dag. Til að byrja með sóttum við æfingar víðsvegar í borginni í hin og þessi íþróttahús, en við lærðum fljótt að notfæra okkur aðstöðuna utanhúss. Rétt utan við Olympíuþorpið voru nokkrir æfingavellir með tartan-lagi, og notfærðum við okkur þessa að- stöðu til hins ýtrasta. Að sjálfsögðu var alltaf eitthvað að ske á íþrótta- sviðinu, keppnir á fleiri en einum stað í einu, og höfðum við frían að- gang að frjálsíþróttavellinum og handboltanum sem við notuðum okk- ur óspart. Geturðu lýst fyrir okkur áhrifum þess að vera þátttalcandi i slíku móti, sem Olympíuleikararnir eru? Að vera valinn til þess að keppa á Olympíuleikum fyrir þjóð sína er hverjum íþróttamanni mikill heiður. Sú ábyrgð og það traust sem við- komandi íþróttamanni er sýnt, er vissulega þess virði að allir ungir íþróttamenn og konur setji sér það mark að komast í keppnislið þjóðar sinnar. Að standa á verðlaunapalli og taka við gullmedalíu og hlusta síð- an á þjóðsönginn sinn leikinn hlýtur að vera hverjum manni ógleyman- leg stund. En því miður, það er ekki pláss fyrir okkur alla á verðlauna- pallinum, og skiptir þá mestu að hver og einn notfæri sér þá reynslu og þann þroska sem hann öðlast, á réttan hátt í framtíðinni. Setningar- athöfnin verður okkur sennilega efst í huga, og sú tilfinning og stolt sem greip mann þegar við gengum inn á aðalleikvanginn fylktu liði og kynn- irinn tilkynnti „ísland“ verður ekki lýst með orðum. Er út í leikina sjálfa var komið varð maður ekki var neinn- ar sérstakrar 01ympíustemningar,það eitt skipti máli að við vorum að fara að leika landsleik og var sú stemning að sjálfsögðu alltaf fyrir hendi. Urðuð þið íslendingar nokkuð var- ir þeirra válegu atburða er gerðust í búðum ísraelsmanna og höfðu þeir atburðir nokkur áhrif á áframhald- andi þátttöku? Sá skelfilegi atburður sem átti sér stað er morðóðir Arabar ruddust inn í Olympíuþorpið með morðtólum sín- um til þess að drepa og hertaka ísra- elsku íþróttamennina kom sem þruma lir heiðskíru lofti. Hin volduga og sterka hugsjón sem haldið hefur merki Olympíuleikanna á lofti um áraraðir riðaði til falls. Úr búðum okkar íslendingann urðum við lítið varir við þessa blauðu Araba, sem virðast hafa þær baráttuaðferðir ein- ar að myrða varnarlaust fólk, en þá ósjaldan er þeir lenda í alvöru bardaga gera þeir gjarnan í buxurnar og hlaupa og eru frægir fyrir það eitt að vera litlir hermenn. Sem menn muna stóð til að slíta leikunum en fram- sýnir menn fengu því afstýrt. En víst ei' að skuggi þessa atburðar hvíldi yf- ir leikunum allt til enda og mun ef- laust sjaldan hafa horfið úr hugskot- um þorpsbúa. Það var mjög gagnrýnt að ekki skyldi liafður læknir eða nuddari með liðinu. Kom það nokkuð að sök lijá ykkur? Af hálfu okkar leikmanna þótti það sjálfsagt að hafður yrði með nuddari og þá allavega læknir, en sem kunnugt er fékk það ekki hljómgrunn hjá þeim herrum sem með þessi mál ráðskazt. Þótti peningunum betur varið með því að auka við fararstjóraliðið. Að sjálfsögðu kom það að sök. í keppni sem þessari þar sem leiknir eru nokkr- ir leikir á fáum dögum eiga menn alltaf við einhver eymsli að fást, og er þá óboi'ganlegt að hafa traustan lækni við hendina, sem getur fram- kallað bata á sem skemmstum tíma. Að lolcum, stefnir þú að því að taka þátt í næstu Olympíuleikum? Ég hef engar áhyggjur af því, vonandi verður íslenzka liðið sterkara en svo að það hafi not f.vrir okkur „gömlu skúnkana“. Valskeppendur a Olympíuleikunum í Munchen 1972. F. v.: Ólafur Benediktsson, Ágúst Ögniundsson, Gísli Blöndal, Ólafur H. Jónsson, Stefón Gunnarsson og Gunnsteinn Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.