Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 69
VALS BLAÐIÐ
67
Islandsmeistarar Fram
Sigurdór Sigurdórsson:
Við óskum þeim
til hamingju
Hér til hliðar eru myndir af Is-
landsmeisturum Fram og bikarmeist-
urum ÍBV í knattspyrnu 1972. Við
Valsmenn óskum þessum liðum til
hamingju með árangurinn, þótt við
vildum að sjálfsögðu að okkar lið væri
í þessum sporum.
Eins og menn muna sigraði Fram
með nokkrum yfirburðum í 1. deild-
arkeppni íslandsmótsins í knatt-
spyrnu á síðasta sumri og lék aldrei
neinn vafi á því hvaða lið var sterk-
ast meðan mótið stóð yfir. Fram tók
forustu strax í upphafi mótsins og
hélt henni allt til loka. Liðið sýndi
góða knattspyrnu á íslenzkan mæli-
kvarða og var vel að sigrinum kom-
ið og við óskum því til hamingju með
árangurinn.
ÍBV byrjaði keppnistímabilið ekki
sem bezt en seig á hægt og rólega unz
það stóð uppi sem bikarmeistari í
fyrrahaust. Þá lék enginn vafi á hvaða
lið var sterkast á íslandi þegar komið
var fram á haust. Við Valsmenn sam-
gleðjumst Vestmannaeyingum með
árangur liðs þeirra, og þótt nú hafi
syrt í álinn hjá Eyjamönnum í það
minnsta í bili láta þeir eflaust ekki
deigan síga fremur en vant er og við
óskum þeim velfarnaðar á komandi
keppnistímabili.
Því er ekki að leyna að við sem
að Valsblaðinu vinnum erum orðnir
langeygir eftir því að hér í þennan
fasta dálk, íslandsmeistarar — bik-
armeistarar, fari að koma mynd af
liðinu okkar. Og við skorum á knatt-
spyrnumenn okkar að sjá til þess að
það verði strax á næsta hausti að
mynd af liðinu komi hér annað hvort
sem íslandsmeistari, bikarmeistari,
en þó helzt hvort tveggja.
Aftari röð frá vinstri: Sigurður Friðriksson, formaður knattspyrnudeildar, Símon
Kristjánsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Marteinn Geirsson, Ómar Arason, Kristinn
Jörundsson, Ásgeir Elíasson, Erlendur Magnússon, Tómas Ivristinsson og Hilmar
Svavarsson stjórnarmaður. — Fremri röð frá vinstri: Jón Pétursson. Gylfi Gíslason,
Gunnar Guðmundsson, Eggert Steingrímsson, Ágúst Guðmundsson, Baldur Scheving,
Þorbergur Atlason, Snorri Hauksson, Kjartan Iíjartansson og Guð. Jónsson þjálfari.
Bikarmeistarar iBV
Fremri röð frá vinstri: Ásgeir Sigurvinsson, Gísli Magnússon, Ólafur Sigurvinsson
fyrirliði, Páll Pálmason, Óskar Valtýsson og Þórður Hallgrímsson. Aftari röð: Ár-
sæll Sveinsson, Einar Friðþjófsson, Kristján Sigurgeirsson, Tómas Pálsson, Frið-
finnur Finnbogason, Valur Andersen, Snorri Rútsson, Haraldur Júlíusson, Victor
Helgason, þjálfari og Örn Óskarsson.
Aluiium eitir Frsiuikvunndsi-
sjóði Vals — jijafir í sjwdinn
cru frádrátlarbirrar * i I
skatts.
i-x-a
4>«‘lraiiuastarÍKemiu er í full-
uin gaugi. eu auka |iarf vcru-
leffa lilut Vals í Iieuui. Ur
IieitiA á félagaua. stúlkur wg
|iilta atV Iierda róAuriun, anka
sókniua og efla É'járliag deild-
anna og félagsius í heild.
Samlaka í sóku 05Í sigriim.
Krt jiú liúinu aA fíreióa fé-
lagsgjölil Jiíu til Vals? Kf svo
er ekki |iá léttiA á samvizk-