Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 47
ALMANAK 1909.
25
stööu, en eigú til stjórnarstarfa. ,.En hér er vandinn
mikli annars veg-ar.sem á þjóð vorri hvílir“, sagöi McKin-
ley. ,,Þú ert maöurinn. Þú verður aö ljá Fulltingi. Það
er skyldan !“ Taft hafa víst runnið þau orö til rifja, því
loks lét hann undan, þvert um geð sér, og fór.
í Filippséyjum höfðu Spánverjar setið að völdum
hálfa fjórðu öld. Af hinum mörgu stofnunum mannfé-
lagsins höfðu þeir komið einni á fót — kirkjunni.
Á hálfu fjórða ári lét Taft sér hepnast að koma á
fullu þjóðfélagsskipulagi og hrinda byrjandi þjóðlífi af stað
með öllum stofnunum nýrrar siðmenningar. Fólkið um-
gekst hann brosandi eins og jafningja. Hann hló með
þessum hálf-viltu mönnum og tók þátr í skemtunum
þeirra. Hann vann fyrir þá baki brotnu og náði tiltrú
þeirra. Hann kom þeim í skilning um, hve dýrmætt það
er að geta verið sjálfstæð þjóð og staðið á eigin fótum.
Eyjarskeggjar tala um hann enn með ást og lotningu og
kalla hann Santo Taft — heilaga Taft. Betur gátu
þeir naumast launað honum. Ilann er dýrlingur í huga
þeirra.
Enginn hafði trú á stjórn Bandaríkjanna í þessurn ný-
lendumálum. Menn álitu hana bresta mátt og megin,
vit og vilja, lag oglempni til þess að láta sér hepnast að
stjórna gjör-ólíkum, hálf-viltum og fremur illa innrættum
kynflokkum, dreifðum og sundurlausum,í óskaplegri fjar-
lægð, og láta þá stjórn verða til geng.is og farsældar, svo
hér rynni upp í tölu þjóðanna sjálfstæð og fullveðja þjóð.
En Taft sannfærði heiminn um, að þetta vandasama hlut-
verk væri Bandamönnum ekki ofvaxið og hægt væri aÖ
leysa það af hendi til sóma og velferðar. Hann hamaðist
við störfsín í Manilla eins og eimvél í mannslíki. Þegar
stjórn og þjóð heima fyt'ir skildi ekki, hvað til þurfti, bað
Taft hvað eftir annað um réttlæti og hjálp og þolinmæði