Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 52
30
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
hann h^fi flesta yfirhuröi beggja yfir aðra menn, en fátt af
brestum þeirra.
Öllum kemur saman um, að hann hafi unnið sigur
svo glæsileg'an við kosningarnar vegna þess, að þjóðin
hafi borið bezt traust til hans sem viturs ðg gætins
stjórnmálamanns. Viðskiftalífið með þjóðinni hefir ef til
vill haft mest áhrif. Því var það talið hollast af öllum
hinum gætnari mönnum, að Taft yrði næsti forseti.
Fjöldi þeirra, sem annars hefði orðið sérveldismönnum
hlyntir, léðu samveldisflokknum lið, því þeir höfðu þá
trú, að sigur hans við kosningarnar væri skilyrði fyrir
blómgan viðskiftalífs og nýrri ársæld.
Samveldismenn hafa nú tögl og hagldir í Washing-
ton. Þeirhafa mikið og vandasamt ætlunarverk fyrir
hendi, sem þeir hafa'skuLdbundist til að vinna : að endur-
skoða og gjörbreyta toll-löggjöf sinni. Nú spyrja menn :
Hverir skyldi ráða mestu um þá endurskoðan og breyt-
ingu, gömlu stjórnmálamennirnir í flokknum, eða menn
hins nýja tíma, sem mörgum finst nú vera að renna.
Mun Taft hafa vald yfir þinginu? Eða verður hann á
valdi þess? Hefir hann þrótt og þrek til að fylgja stjórn-
málastefnu I?.oosevelts gegn hinum sterku öflum innan
flokksins, sem eruhenni andvíg? Og stærsta vafamálið
er og verður þó : Getur hann haft þau áhrif á viðskifta-
líf landsins, sem til er ætlast af honum og menn eiga
von á ?
U'n þetta eru nú ritstjórar og stjórnmálamenn lands-
ins alvarlega að hugsa. Og um þenna möndul nuinu
stjórnmál lands og þjóðar snúast næstu fjögur ár. Ör-
lögih verða að miklu leyti undir því komin, hvernig úr-
lausn tekst — bæði örlög flokkanna og ársæld og blómg-
an verzlunar og velmegunar yfirleitt. Allur heimur ósk-
ar hinu nýja forsetaefni allrar hamingju, því vellíðan þjóð-
anna er eigi að svo litlu leyti undir því komin, að alt sé
með feldu í lýðveldinu mikla vestan Atlantshafs.