Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 53
SAFN
TIL
LANDNÁMSSÖGU ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI.
Stutt ágrip af landnámssögu
íslendinga í Albertahéraði-
Eptir Jónas J. Hunford.
I. Burtflutningur, orsakir til lians og ferðin.
RUMHERJAR landnámsins í Alberta, komu
meginlega sunnan og austan frá Norður-
Dalcota; það voru íslendingar þeir, sem fyrst-
ir brutu ísinn og efndu til bólstaðar, í hérað-
inu, sem þá blasti við seni eyðimörk, en sem
tíminn og mannshendurnar liafa nú bre}'tt í
blómlega sveit. Hver myndi þá, hafa trúað því, sem úr
lítilli fjarlægð, gat að líta yfir hina mannlausu, óyrktu
auðn, að það yrðu íslendingar, sem fyrstan og stærstan
hlut, ættu að því, að hefja þessa óbygðu ömurlegu land-
auðn í það álit, að hún nú eftir liðin 20 ár, þyldi sann-
gjarnan samanburð, við aðrar jafngamlar nýlendur ís-
lendinga. Allir voru þeir fátækir, og það sem þó var
verra, búnir að slíta beztu árunum, kröftum og heilsu,