Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 55
ALMANAK 1909.
33
og það varS sem fyrrum, aö þeir tóku síðari kostinn.—
Enn var sú orsök til burtflutning'anna, úr Dakota, aS
þangaö voru komnir handan um haf, ekki svo fáir menn,
bæöi (jölskyldufeður og einhleypir menn, sem hugðu á
landnám nær tímar liðu; en á þeim árum, var land mjög
numið í Dakota, í grennd við bygðir íslendinga, það sem
nýtilegt þótti; þessum mönnum var því um tvennt að
velja: annað hvort, að verða seint eða aldrei sjálfstæðir
menn, eða leita sjer staðfestu í fjarliggjandi hjeruðum. Og
íslendingar voru enn of hugstórir og kjarkmiklir, til
þess, að þeim fjellust hendur; þeir vildu heldur voga til
hins óvissa, en lifa við áþján og ósjálfstæði; þeint hraus
hugur við, að ná hvergi fótfestu á jörðunni og gjöra
þannig sig og afkomendur sína að ættlerum; nei, þeir
vildu ráða sjer sjálfir. — Svo voru nokkrir, sem fundu
sjer nauðsyn, að breyta um, vegna heilsunnar; þeir
fundu, að þeir þoldu ekki loftslagið; ftindu að hin löngu
vetrarfrost og hið þurra, fasta meginlandslopt, myndi
innan fárra ára, verða þeim að aldurtila. — Af þessum og
fteiri ástæðum, hugðu menn á brottflutning úr Dakota.
í tnarzmánuði 1888 var skotið á fundi, skyldi þá
ræða utn burtfluttning á næstu vordögum. Á þeim fundi
voru nær þrjátíu manns; fluttu þetta tnál, sjerstaklega
þeir Ólafur Ólafsson, Espihóli, Einar Jónasson, læknir,og
SigurðurJ. Björnsson. Sýndu þeir ljóslega fram á, hve
horfurnar væru ískyggilegar fyrir ýmsum, að sitja kyrrir,
og eig: uggvænt, að svo kæmi ráði sumra hinna fátæku,
að þeir losnuðu nauðuglega, ef þeir ljetu undir höfuð
leggjast, að hvata ferð sinni eins fljótt og hægt væri.
Kom þá svo, að samþykkt var, að undirbúa landnámsfetð
á næstu vori. Var þá rætt um, hvert flytja skyldi; fannst
það mjög á, að hugir flestra stefndu vestur um fjöll, til
hinnar veðursælu Kyrrahafs-strandar; í hugum manna