Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 62
40
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
fjölfarinn; seldu þeir ýmislegt, sem feröamenn máttu ekki
án vera, og' okruöu þeir ósparl á þeirri sölu. Yfir aö líta,
mátti segja, að þetta væri auðn ein. Þegar noröar dróg,
nálægt Red Deer, sáust á stöku stööum til vesturs, ný-
býli, sunnan litlu Red Deer árinnar, sem rennur frá suð-
vestri í stóru Red Deer. Það er nú kallað Litlu Red
Deer bjerað, og er nú fjölbyggt. Hinir fyrstu landnemar
þar, komu austan úr fylkjum, frá Ontario og víðar, sumir
með nokkur efni, enda eru þar sumir orðnir vel efnaðir.
Þótt menn hefðu nú yfirstigið marga örðugleika á
þessari leið, sáu rnenn, að enn var versti farartálminn
ósigraður, sá þröskuldurinn, sem þá og lengi eptir það,
varð nýlendubúum til skaða og örðugleika. Hin geig-
væna Red Deer á, bauð ferðafólkinu byrginn;nú veltist
hún fram í stór flóði svo ægilegu, aðannað slíkt sáu menn
ekki um næsta áratug. Til norðurs og norðvesturs,
blasti við hinumegin árinnar fyrirheitna landið, sem Jósúa
okkar hafði útvalið, en sem nú var auðn ein yfir að líta.
Aðeins var komið eitt íbúðarhús á norðurbakka árinnar;
lifði í því einbúi, að nafni L. Zage. — Nú þólti flestum
útlitið hið ískyggilegasta; þótt menn fynndi nú ráð til að
yfirstíga ána, sem ógnaði með sínu ofsamagni, var þá
samt ekki ægilegt að vera hinumegin, að miklu levti úti-
lokaður frá öllum lífsþægindum og lífsskilyrðum hvítra
manna? Hver vissi hvað lengi ? ÞaÖ var ekki ástæðu-
laust, að sumir hugsuðu líkt þessu. En menn voru líka
fullir af fögrurn vonurn; þá dreymdi um góða og farsæla
framtið, og það nieira en nokkuð annað jók mönnurn dug
og eins og stælti þeirra andlega og líkamlega framsókn-
arafi. ■—• Mönnum hafði verið gefnarvonir um, að innan
skamms skyldi verða byggð járnbraut frá Calgary norð-
um til Ednionton; það styrkti líka menn eigi all-lítið í
þeirri von, að litlu vestar en tjöldin stóðu meðfram ánni,