Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 63
ALMANAK 1909.
41
var búiö aö byg'gja dálítinn kafla undir járnbraut, oíj eptir
því, sýndust líkurnar býsna sterkar, aö hin fyrirhugaða
járnbraut, ætti að byggjast gegnum hið fyrirhugað ný-
lendusvæði, eða í grennd við það. Annað sem þótti
styrkja líkurnar var, að búið var að flytja þangað á bakk-
ann, ný vöndnð áhöld til sögunar, gufuketil og sagir m.
fl., sem Athabaska-fjelagið átti, og búið að byggja tvö
bjálkahús, til íbúðar og geymslu. í þeim lifði einn mað-
ur á kostnað fjelagsins, til eptirlits á gózi þess. Kvað
hann fjelagið myndi innan skamms byggja mylnuna og
taka til starfa. Hugðu ntenn gott til, að þarna myndi
opnast atVinna um langan tíma og tækifæri, til að fá sag-
aðan við í byggingar, en sem reyndust tálvonir einar;
mylnan var að vísu byggð seint og síðar meir, en starf-
aði lítið og stutt, svo mönnum varð að henni lítil hagnað-
arbót. Samráða urðu menn um það, að fiytja norður yflr
ána, en það sem var nú torveldast, var að koma fólki og
fjenaði norður yfir ána. Ekki var þarna um báta að tala,
sem til flutninga væru færir. Að vísu voru þar við ána
tveir smábátar, snt varla voru fyrir nema einn mann, en
eigi voru þeir álitleg ferja í stórflóðum; samt fóru íslend-
ingar opt á þeim yfir ána meðan þeir dvöldu á bakkanum.
Þá var það einhverju sinni að Zage sá, er fyrr er nefndur,
kom til móts við íslendinga, innti hann til við Sigurð Jó-
súa, að hann fengi sjer menn til liðveizlu. Kvaðst hann
vetrinum áður, hafa felda bjálka til húsagjörða, upp í
tungu þeirri, er fram gengur á millum ánna Red Deerog
Medicine; kvaðst hann mundi setja þá í samfastan fleka,
og flota honum síðan eptir ánum ofan, móts við bústað
sinn; hjet hann að launa þessa liðveizlu ósleitilega, sjer-
staklega með því, að flytja á bjálkaflotanum, íslendinga
og búslóð þeirra, yfir um ána; ljet hann að eigi mundi það
torvelt og talaði um það digurmannlega; kom svo að