Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 71
ALMANAK 1909.
49
meö skozka bóndanum í Ontario, ef jarðvegur er hentug-
ur og önnur gróðrarskilyrði. Honum hraus því hugur við
að slíta kröftum við að rækta ófrjóan jarðveg og lélegan.
Las líka í innlendum dagblöðum urn landgæði mikil til
akuryrkju í Norður-Dakota í Bandaríkjum og Manitoba-
fylki vestur i landi. Voru þar þá talin t’ramtíðarlönd
kornyrkjunnar, eins og líka reynd hefir á orðið. Þetta
gróf urn sig hjá honum og fieirum. A öðru ári þarna í
nýlendunni eignuðust þau hjón son.
l iálft sjötta ár hélzt Björn þarna við. En þegar efni
leyfðu, tók h’ann sig upp fyrstur manna og bjóst til brott-
ilutnings vestur til Manitoba. Lítið varð honum úr bú-
jörð sinni. Þó hafði hann eins og aðrir fengið fullkomið
eignarbréf frá stjórninni fyrir landeign sinni. Hann seldi
jörðina í orði fyrir eina 80 dali; 20 fekk hann, en 60 dalir
af umsömdu andvirði hafa honum aldrei goldist; kaupandi
náði eignarbréfi af þeim, er Björn skyldi það eftir hjá, um
leið og hann galt fyrstu 20 dalina og notaði sér það.
Þr;ár fjölskyldur aðrar fluttust brott úr nýlendunni með
Birni. Magnús Brynjólfsson fór til Duluth, Sigurjón
Svanlaugsson til Minniota-nýlendu, Hannes Jónsson frá
Þernumýri fór til Winnipeg með Birni og konu hans.
Þegar þangað kotn, átti Björn einn bréf-dollar í vasa,
álíka mikið fé og hann hafði haft, er hann steig á land í
Quebec. Það var sumarið 1881 í júlímánuði. Hann var
svo heppinn að fá vinnu þegar í stað. Jósef bróðir hans
var lcominn til Winnipeg einum þrem mánuðum áður.
Björn starfaði að húsagjörð um sumarið og fram á haust.
Þá lagðist hann í taugaveiki og lá í þrettán vikur. Var
það næsta erfiðttr tími eins og verðtt vill, þegar veikindi
koma upp á. En tnarga átti hann þá góðtt menn að, sem
veittu liðsinni á ýmsan hátt, og læknishjálpar naut hann
ágætrar. Orsök til veikindanna var of hörð vinna. Enda