Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 77
JON OLAFSSON.
LESTIR Vestur-íslending'ar muna eftir Jóni
Ólafssyni á Brú í Argyle-bygö, sýsluskrifara
frá íslandi,sem oft og einatt var fenginn til aö
gegna skrifarastörfum vi(5 fundahöld framan
af meöan fáum ritfærum mönnum var á aö
skipa. Hann lifir enn, en er nú orðinn nokk-
uð bilaður að-heilsu, enda búinn að ná aldri allháum.
Tilfinnanlegast er honum heyrnarleysið,sem gjörir honum
erfitt um viðtal við menn, setn verið hefir ávalt ánægjan
mesta, því hugarþel hlýtt til allra vantar ekki og skilning
góðan og glöggan á mönnum og málefnum. Æíisögu
hans viljum vér nú leitast við að segja og förum þar í öll-
um æfiatriðum eftir því setn hartn hefir sjálfur ritað.
Jón Ólafsson er fæddur á Efsta-Samtúni í Kræklinga-
hlíð í Eyjafjarðarsýslu 3. sept. i829. Foreldrar hans
voru þau Ólafur Jónsson, Benediktssonar á Vöglum á
Þelamörk, Guðmundssonar á Kro'ss.'istöðum, Jónssonar
prests á Guðrúnarstöðum í Eyjafirði. Móðir hans var
Lilja Gunnlaugsdóttir, Jónssonar á Bási í Hörgárdal.
Þegar Jón var fjögurra ára gamall misti hann föður sinn.
Misti hann lífið í stórhríöarbyl, er hann var á ferð með
skreiðarbagga á baki. Hafði hann hrapað fram af sjávar-
hömrgum nálægt Krossanesi .í þessum sama stórhríðar-
byl var Þorsteinn Daníelsson, umboðsmaður á Skipalóni,
á ferð með öðrum manni, en komst hrakinn og illa á sig