Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 78
56
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
kominn til bæjar í Kræklingahlíð. Hafði Þorsteinn heit-
ið því í hríðinni að líkna einhverjum mesta þjrfaling þar í
hlíðinni að einhverju leyti,ef hann kæmist heilu og höldnu
til bæja. Þessa áheitis lét hann móður Jóns verða að-
njótandi, þegar fregnir bárust um fráfall manns hennar í
sama bylnum og hún sat eftir með fimm börn föðurlaus.
Á þenna hátt varð Jón fyrir því láni að fá Þorstein að
fósturföður. Með lionum mun hann liafa verið þrettán
ár, eða þangað til hann var 17 ára.
Heimilisbragur- á Skipalóni hefir eigi verið jafn
ánægjulegur eftir því sem Jón lýsir honum og ákjósanlegt
hefði verið. Eljan, ákafinn, vinnuharkan mun hafa verið
úr hófi. Þorsteinn Daníelsson var afspyrnu-maður um
alt land á þeim dögum um dugnað og víkingsskap til
vinnu. Rak hann alla áfratn harðri hendi og hvössum
hvatiiingarorðum og fanst naumast nokkur nenna að
hreyfa sig sökum leti. Fyrirmyndarmaður var hann að
mörgu leyti fyrir utan dugnaðinn, einkum í þrifnaði og
reglusemi á heimili bæði utan húss og innan. Sérlega
var hann hagnýtinn í öllu, hve smátt sem var. Ljótt tal
vildi hatin t'kki heyra kring um sig né biótsyrði. Ráð-
vandur var hann og réttsýnn í viðskiftum öllum við þá
hina mörgu, er hann átti skifti við, og flestir voru
skuldunautar hans. Vitaskuld vildi hann eiga sitt og
hélt allfast um, en af ásettu ráði krafðist hann engis fram
yfir það. En hann var sífelt errinn í lund, með stöðugar
ádeilur um leti og sóðaskap og spilti það ánægju og glað-
lyndi, þó margur reyndi að gleyma, er meta kunni mann-
kostina, er undir hversdagsskrápnum fólust.
Kona hans, semvar dugleg og stórlynd, hegndi með
kraftyrðumoghöggum öllum barnabrekum Jóns. Sjálfsagt
hefir alt verð gjört í góðum tilgangi. En lund Jóns var
viðkvæm, gljúp og fremur kjarklítil, og átti því orri og