Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 80
58
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
sagr, að Jón myndi hafna vistaskiftum. En er til Jóns
kasta kom, varð hann fljótur til svars. Af bernsku og
fegfinleik varð honum að orði : ,,Guði sé lof“! En af
þeirri upphrópan varð fóstri hans þess var, hve feginn Jón
varð að losast frá honum ogf að h'ann mat eigfi fóstrið eins
mikils ogf hann vildi. Mun þetta hafa oröið honum nokk-
urt angursefni, enda lét hann það klingja í eyrum Jóni oft
á eftir. Vafalaust hefir heimilisbragurinn átt þátt í upp-
hrópan þessarri, án þess henni fylgdi nokkur veruleg
hugsan um, hvað væri fyrir beztu.
Með Grími amtmanni var Jón ígóðu yfirlæti á Möðru-
völlum þau þrjú ár, er hann átti ólifuð. Árið 1849 tók
hann við skrifarastörfum hjá Eggerti Briem, sýslumanni í
Eyjafjarðarsýslu, og var með honum sjö ár samfleytt.
Árið 1856 gekk Jón Ólafsson að eiga jungfrú Guðnýju
Jónsdóttur, Sigurðssonar frá Víðigerði. Reistu þau bú að
Ytrahóli í Kaupangssveit. Af sérstökum ástæðum flutt-
ust þau á næsta ári að Hallgilsstöðum í Hörgárdal. En
þá tók kona Jóns svo hættulega sótt, að hann hlaut að
selja búslofn sinn haustið 1857. Ætlaði hann þá eftir
læknisráði að fara með hana til Kaupmannahafnar lil
lækninga. En er að því kom, að búast skvldi til farar,
reyndist hún eigi ferðafær. Lézt hún á Akureyii 16. jan.
1858. Son höfðu þau eignast, sem látist hafði nokkuru á
undan móðurinni.
Vorið 1858 fluttist Jón til Reykjadals í Þingeyjarsýslu.
Var hann þar við búskaparvinnu að sumrinu, en fekst við
barnakenslu á ýmsum stöðum að vetri. Einkum kendi
hann skrift og reikning; fáir voru svo djarfir á þeim árum
að seilast lengra.
Sumarið 1859 giftist Jón í annað sinn 15. dag júní
má íaðar, sama dag og hann hafði gengið í fyrra hjóna-
band sitt fyrir þrem árum. Gekk hann nú að eiga jung-