Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 81
ALMANAK 1909.
59
frú Helg'u Jónasdóttur frá Öndúlfsstööum, Sigmundssonar
frá Vindbelg við Mývatn. Vorið 1860 reistu þau bú að
Hallgilsstöðum í Reykjadal; bjuggu þau þar í fjögur ár,
þá eitt ár að Öndólfsstöðum. Vorið 1865 tók hann skrif-
arastöðu með Þorsteini kanselíráði Jónssyni, sýslumanni í
Húsavík.og fiuttist þangað með fjölskyldu sína. Sumarið
1866 réðst hann til Vopnafjarðar til að gegna þarverzlun-
arstörfum, eftir lát Grönvolds verzlunarstjóra. Konu sína
og börn skildi hana eftir í Húsavík.
Sumarið 1867 bauðst Jóni lífvænleg staða við skrif-
arastörf með Olivarius, sýslumarini í Suðurmúlasýslu, á
Eskifirði. Samdist svo með þeim, að Jón fengi 400 ríkis-
dali að launum árið 1867—68, en ef hann vildi halda
þeirri stöðu áfram, átti hann þó að eins að fá 120ríkisdali
í árslaun. Sótti hann þá konu og börn til Húsavíkur og
fluttist alfari til Eskifjarðar. Hafði hann á hendi skrifara-
störf fyrir Múlasýslur báðar veturinn 1867—8 og átti
heimili með sýslumanni O.W.Smith á Seyðisfirði. Olivar-
ius sýslumaður sigldi til Kaupmannahafnar og sat .þarum
veturinn. Eftir að Jón tók að kynnast á Eskifirði, komst
hann að þeirri niðurstöðu, að eigi yrði honum unt að fram-
flevta lífi sínu og sinna á 12u ríkisdala árslaunum. Afréð
hann því sumarið 1869 að snúa aftur til Ej’jafjarðar. Átti
hann þar skritara-stöðu vissa með Pétri Havstein anit-
manni á Möðruvöllum.
En nú var Jón kominn í fjárþurð. Árin höfðu liðið
og lítið fé safnast; laun stöðugt af svo skornum skamti
að með naumindum varð lifað. Hann hafði að mestu
leyti stundað skrifarastörf með ýmsum embættfsmönnum;
lent alla leið til Eskifjarðar. En þar komst hann í svo
krappan dans við fátæktina, að nú gat hann eigi til Eyja-
fjarðar komist, og sætt stöðu þeirri, sem honum stóð til
boða. Tók hann nú það ráð að biðja fóstra sinn um styrk