Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 83
ALMANAK 1909.
61
hann ekkert af því gjört, en lét sér ant um aö fá það verk
unniö fyrir borgun sem allra-minsta. Jóni galt hann 50
aura fyrir hvert fullkomið dagsverk, sem hann vann fyrir
hann og fyrir styttri stund hlutfallslega. Seinna borgaði
hann samt 100 krónur, sem Jón skuldaði í verzlunarbúð,
enda var hann þá settur af Chr. Christianson, amtmanni,
aðstoðarumboðsmaður klausturjarðanna upp á ábyrgð
fóstra síns, án sérstakra launa.
Ástæbu tilfærir Jón þessuni skorti fóstra síns á vel-
vild og hjálpsemi til afsökunar. Hann tekur það skýrt
og greinilega fram, að hann muni ekki ab eins hafa látið
sig gjalda þess, er hann fór frá honum upphaflega meb
fagnaðarópib á vörum, sem áður er sagt frá,heldur einnig
annars. Við skrifara-störfln halði Jón vanist á nokkura
áfengisnautn, þegar eftir brottför sína frá Skipalóni og
vildi það haldast. En Daníelsen var mesti hatursmaður
ofdrykkjunnar og leit svo á, að öll fátækt og böl væri af
henni runnið; þeim, sem eitthvað væri við hana kendir,
væri engin vorkunnsemi eða líkn sýnandi.
í sambandi við þröngan efnahag á Eskifirði, getur
Jón þess með þakklátum huga, að einn af efnuðustu
bændum í Reyðarfirði, Andrés Eyjólfsson, bóndi á Helga-
stöðum, tók af honum ti! fósturs yngsta barn hans; var
það drengur, Þorsteinn að nafni, og fór til hans nýfæddur
árið 1868, en Jón lofaði meðlagi nteð honnm. En áður
Jón fór af Eskifirði, gaf Andrés honum eftir eigi að eins
meðlagsloforðið, heldur og allar kröfur um meðlag fram-
vegis og tók barnið til fulls fósturs. Síðar arfleiddi And-
rés þetta fósturbarn sitt að einum þriðjungi eigna sinna,
fastra og lausra. Naumast minnist Jón nokkurti tíma
þessa velgjörðamanns síns svo, að hann biðji eigi drottin
að launa honum líknarverkið.
Oft hefir Jón víst um það hugsað, hvor atvinnuveg-