Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 91
Almanak 1909.
69
síöar reyndist, og á Bandaríkja-þjóðin henni mikiö aö
þakka — eins og’aðrar þjóðir ætíð eiga mikið að þakka
mæðrum ágætismanna sinna.
Strax á unga aldri, tíu ára gamall, vandist sveinninn
Abraham Lincoln við harða vinnu. Þegar hann var ekki
að höggva skóg, keyrði hann hesta, þreskti korn, plægði
land, eða hjálpaði föður sínum við smíða-vinnu. Hann
jafnvel vann hjá nábúum föður síns við að plægja, passa
hesta, bera vatn, gæta barna, og við hver önnur heimilis-
verk, fyrir 25 centa kaup á dag. Fram að þessum tíma
hafði hann verið fremur smár vexti og þroskalítill, en
eftir það fór hann óðum að vaxa og kraftar hans mjög að
aukast, svo að þegar hann var seytján ára, var hann orð-
inn 6 fet og 4 þuml. á hæð, og það var ekki sterkari
unglingur til í öllu því bygðarlagi. Einkum hefir verið
gjört orð á því hver afreksmaður hann var með skógar-
öxina. Hann hjó henni dýpra í tré í hverju höggi en aðr-
ir, og klauf fieiri girðinga-skíði á dag en nokkur annar í
bygðinni. Af þessu mun hann hafa fengið auknefnið
„skíðkljúfarinn frá Illinois“-ríki (The rail splitter from Illi-
nois), þótt hann sjaldan klyfi skíði eftir að hann fluttist
þangað, því þar voru mest grassléttur, en ekki eintómir
skógar eins og í Indíana-ríki.
Á hinni stuttu skólagöngu sinni í Kentucky-ríki lærði
Abraham — eða ,,Abe“, eins og hann var vanalega kall-
aður — lítið meira en að þekkja stafina, en eftir að stjúp-
móðir hans kom til sögunnar, lét hún hann og systir hans
ganga á alþýðuskóla í nágrenninu um tíma, ásamt sínum
eigin börnum. Þó mun öll skólaganga hans ekki hafa
numið heilu ári til samans, og mátti hann því í rauninni
heita algjörlega sjálfmentaður maður. En hann notaði
þenna stutta tíma vel, og þótti skara fram úr öðrum
börnum, einkum í stafsetningu og skrift. Það vaknaði