Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 93
ALMANAK 1901).
71
hafa kveikt hjá lionum löngun til að nema lögfræöi.
I nefndu lagasafni var prentuð yfirlýsing Bandaríkjanna
um, að þau væri óháð þjóðveldi (the Declaration of Inde-
pendence), grundvallarlög Bandaríkjanna, og reglugjörðin
frá 1787. Alt þetta.var sem stimplað í hjarta hins unga
manns, og enginn skildi þessa dýrmætu gjörninga og
stjórnarfar lands síns betur en hann. — Hann var samt
mannblendinn, sótti kappstöfunar-fundi, veðreiða-mót og
fleiri þessháttar samkomur. Eins og áður hefir verið sagt,
var hann afar-sterkur, — það er sagt að hann hafi tví-
tugur lyft 1000 pd. þunga—og skakkaði oft leikinn þegar
í illindi lenti, hjálpaði þeim sem var minni máttar og lú-
barði ribbaldana, svo þeir báru virðingu fyrir honum eins
og aðrir. Hann fékk smátt og smátt orð á sig fyrir að
segja allskonar sögur og skrítlur manna bezt og fyrir
skarpa dómgreind, svo hann fór að verða nokkurskonar
leiðtogi í bygðarlaginu. — Hann sóttí öll dómþing í na-
grenninu, og gekk stundum tugi mílna til að vera við-
staddur þegar mikilsverð mál voru prófuð og dæmd.
Hann samdi ritgjörð um stjórnarfar Bandaríkjanna og
aðra um hófsemi. Hann hélt ræður, spjallaði við menn
um allskonar efni, ræddi almenn áhugamál, sem þá voru
uppi, spaugaði við menn og gjörði alla að vinum sínum —
en það fór að minka um vinnubrögðin. Abraham Lin-
coln var áður en hann var tvítugur orðinn ameríkanskur
pólitíkus, þótt hann ekki vissi af því.
Árið 1830, þegar Abraham Liticoln var rétt oröinn
myndugur (21 ársj.flutti faðir hans burt úr Indiana norð-
ur í Illinois-ríki; þar var þá ágætt land að fá fyrir lágt
verð. Þetta var í marz mánuði, þegar vegir voru upp á
það versta, svo ferðalagið varaði í hálfan mánuð. Abra-
ham var hægri hönd föður síns á ferðinni og keyrði uxana,
sem beitt var fyrir vagninn. Þannig gjörði hann innreið