Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 97
ALMANAK 1909.
75
skapur þangað til Lincoln var kosinn forseti Bandaríkj-
anna, nær 20 árum síðar. — ÞaS eru margar sögur til um
Lincoln sem lögrnann. Hann þótti mjög skarpvitur lög-
maður, orðheppinn og áhrifamikill málaflutningsmaður.
En einkum hefir verið í minnum haft hve réttlætis-tilfinn-
ing hans var næm og hvað hann var göfuglyndur. Hann
t. d notaði sér aldrei afglöp mótstöðumanna sinna fyrir
rétti. Sérílagi hefir þó verið gjörtorð á hvað Lincoln var
hjartagóður. Hann tók að sér mál lítilmagnans og setti
ýmist lítið eða ekkert fyrir. Það kvað svo ramt að því,
hvað hann setti lágt fvrir starf sitt sem lögmaður, að aðr-
ir lögfræðingar kvörtuðu yfir því og dómari einn setti of-
an í við Lincoln fyrir það. Hann var því jafnan fátækur.
Allar eignir hans voru ekki nema 7 þúsund dollara virði
þegar hann var kosinn forseti Bandaríkjanna, eftir meira
en 20 ára lögmensku-starf.
Um 1839 kyntist Abraham Líncoln Mary Todd, dótt-
ur fyrrum þingmanns Roberts S. Todds í Lexington,
Kentucky-ríki. Hún var systir konu N. W. Edwards í
Springfield, sem var frægur lögmaður. Hún var mjög
myndarleg stúlka, vel mentuð, gáfuð og fyndin, og átti
því marga biðla, þar á meðal Stepher. A. Douglas, sem
áður er nefndur. Lincoln hét henni eiginorði, en svo
ætlaði hann að hætta við að giftast henni, sökum þess að
honum fanst,að hann elskaði hana ekki nógu mikið. Hann
varð hálf sturlaður út af þessu um tíma, en samt lagaðist
þetta svo, að Lincoln giftist Mary Todd 4. nóv. 1842.
Þau eignuðust son, sem nú er forseti eins ríkasta félags-
ins í Ameríku, nefnilega Pulman-svefnvagna-félagsins í
lllinois-ríki.
Abraham Lincoln var ætíð frjálslyndur í pólitík, og
þess vegna fylgdi hann að málum hinum svonefnda
,,Whig“-flokk og varð brátt leiðtogi hans í Illinois-ríki.