Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 98
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
Það kom strax í ljós á meðan Lincoln var meðlimur Illin-
ois-þingsins, að hann var eindreg'ið á móti að þrælahald
vrði lögleitt í nýjum ríkjum, er mynduð yrðu úr hinum
vestlægu lendum (territories). Þetta spursmál var rætt
af mesta kappi og með hita um gjörvalt landið (Banda-
ríkin), og i desember 1839 skoraði Lincoln á mótstöðu-
ilokkinn, Demokrata, að kappræða málið á sameiginleg-
um fundi. Þar mætti áður nefndur Stephen A. Douglas
og þrír aðrir Demokratar fyrir hönd flokks síns Abraham
Lincoln með þremur ræðugörpum úr ,,Whig“-flokknum.
liins og nærri má geta, var bardaginn aðallega milli Lin-
colns og Douglasar, en þótt hinn síðarnefndi væri flug-
gáfaður lögfræðingur og mælskumaður, bar Lincoln stór-
an sigur úr býtum og varð frægur um alt landið. Kapp-
ræða þessi erþann dag í dag nefnd ,,hin mikla kappræða“.
Ritgjörð þessi er nú í rauninni orðin eins löng og
hún átti að vera, og samt eru hin merkustu atriði í sögu
Lincolns ótalin—að því leyti, að minsta kosti, er sögu
Bandaríkjanna snertir. Eg verð því að fara fljótt yfir
sögu það sem eftir er—að eins drepa áfáein helztu atriðin-.
Árið 1846 bauð Lincoln sig fram sem þingmannsefni
í n.d. congress Bandaríkjanna,og náði kosningu með 1511
atkv. fram yfir gagnsækjanda sinn. Hann tók þannig
sæti í 30. congressinum, og var hinn eini ,,Whig“-þing-
maður frá Illinois. Samtíða honum var þar Stephen
A. Douglas sem senator frá lllinois. Lincoln neitaði að
gefa kost á sér til endurkosningar í congressinn I850. 1
nóv. 1854 var Lincoln aftur kosinn til Illinois-þingsins
þrátt fyrir mótmæli sín gegn því.
Á fulltrúa-fundi í Bloomington 1856, var Republik-
ana-flokkurinn myndaður fyrir lllinois-ríkið (liann var
eiginlega framhald af ,,Whig“-fiokknum),og hélt Lincoln
þar ræðu sem margir telja merkasta eða mesta af öllum