Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 101
ALMANAK 1909.
79
HaustiS fyrir, 1864, hafði Lincoln verið endurkosinn
sem forseti Bandaríkjanna, og",eins og; þegar er frá skýrt,
var ófriðnum lokið í öndverðum apríl 1805, eða tæpum
hálfum öðrum mánuði eftir að hið nýja fjögra ára kjör-
tímabi! hans byrjaði. Nú var nafn hahs, sem á nieðan
ófriðurinn stóð yfir oft varð fyrir óverðskulduðu lasti nieð-
al hinna svokölluðu vina — hvað þá óvinanna—, á hvers
mans vörum og hann var eins mikið lofaður eins og hann
hafði verið lastaður. Nú leit út fyrir að hamingjan mundi
brosa við honum eftir allar raunirnar og angistina, sem
hann hafði gengið í gegnum á meðan borgarastríðið stóð
yfir. En örlög hans voru alt önnur, en menn bjuggust
við. Hann var skotinn til bana þar sem hann sat í klefa á
leikhúsi ásamt konu sinni og nokkurum vinum kvöldið 14.
apríl 1865. Sá, sem ódáðaverkið vann, hét John Wilkes
Booth. Hann var leikari og ofstækisfullur þrælahalds-
maður. Hann hrópaði, um leið og hann stökk úr klefan-
um ofan á leiksviðið, að nú væri Suðurríkjanna hefnt.
Booth náðist brátt, þótt hann kæmist undan í fyrstu, og
var tekinn af lífi ásamt nokkrum öðrum, er voru í vitorði
með honum.
Það er engin vafi á, að Bandaríkja-þjóðin elskar og
virðir Lincoln meira en nokkurn af hinum mörgu ágætis-
mönnum, sem verið hafa forsetar hennar, og ber ýmislegt
til þess, sem of langt yrði að fara út í. En ein aðal-or-
sökin er að mínu áliti sú, að hann var einhvern veginn
nær hjartarótum þjóðaritinar en nokkur forseti hennar
helir verið. Hann var að mörgu leyti ímynd þjóðar sinn-
ar og það er sem þjóðin þekki sjálfa sig í honum enn þann
dag í dag, þrátt fyrir ýmsar breytingar á hag hennar og
hugsunarhætti.