Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 102
ÍSLENZKT HELJARMENNI.
(Eftir J. Magnus Bjarnason).
;G ætla að seg'ja ykkur dálitla sögu frá Nýja
' Skotlandi. Hún er samt ekkert glæsileg —
' ekkert ,,spennandi“ æfintýri — og hefir eng-
' ar meistaralegar lýsingar, eða skáldleg til-
' þrif. En hún sýnir það, að enn þá eymir eft-
ir af forníslenzku þreki, hugrekki og heljar-
kappi, sem öllu bauð byrgin —jafnvel höfuðskepnunum
sjálfum, og sjálfum dauðanum. Því saga þessi er ofur-
lítið atvik, eða atriði, úr æfisögu íslenzks manns, sem
orðsins fyistu merkingu var sannkallaður jötunn, heljar-
menni og tröll að burðum. — Og hann er dáinn fyrir að
eins örfáum árum.
Hann hét Hrómundur, þetta íslenzka heljarmenni,
Hrómundur Þórðarson. Iiann var ættaður af Austfjörð-
um á íslandi, og fluttist til Ameríku árið ig75 með heilsu-
lausa konu og sex börn — öll í ómegð — og settist að á
austurströnd Nýja Skotlands. Hann var þá kominn hátt
á fimtugs aldur.
Þó eg sæi hann sjaldan, þá man eg þó betur eftir
honum en nokkurum öðrum nrér vandalausum manni,
sem eg kyntist í æsku. — Og nú vil eg gefa ykkur ofur-
litla lýsingu af honurn :