Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 103
ALMANAK 1909.
81
Hann sýndist ekki svo mjög hár, þegar hann stóö
einhversstaöar einn sér, og þó var hann rúmar þrár álnir
á hæð. En gildleikinn dró úr hæöinni — svo þéttur var
hann urn herðar og bol. Eg sá hann í hópi háskoskra
manna, sem voru hærri en hann — en engihn þeirra var
eins gildvaxinn og kraftalegúr. Eg sá hann líka með
írskum mönnum, sem sýndust vera þreknari en liann, en
það var af því, að þeir voru feitari og ekki eins síval-
vaxnir. Og hann var jafnan holdskarpur maður. — Eg
hefi séð meiri herðar en hans, en aldrei breiðara bak, og
engan þykk ari undir hönd né bringubreiðari. Hálsinn
var ákaflega digur, og fyrir þá sök sýndust herðarnar
ekki eins breiðar. Oil liðamót hans voru mikil, og vöðv-
arnir á handleggjum hans og fótleggjum framúrskarandi
stórir, þéttir og harðir eins og grjót. Hendur hans voru
ekki að sama skapi stórar; en þykkar voru þær og sterk-
legar, og með einlægum smá örum og sprungum, sem
sýndu að þær höfðu ekki æfinlega verið aðgjörðarlausar
um dagana.
í sjón var hann ait annað en fríðttr. Ennið var látt
með ótal hrukkum; augnabrýrnar loðnar, þungar og
miklar — og næstum ægilegar — kjálkarnir langir og
sterklegir; nefið fremur þunt og hátt og ekki vel lagað.
En augun lýstu því, að hann var af hreinu norrænu bergi
brotinn. Þau voru blá — himinblá— hörð, köld og níst-
andi. Það er sagt, að karlmenn, sem hafi slík augu og
hans, séu yfirleitt skylduræknir synir, góðir eiginmenn og
beztu feður, vinir vina sinna og trygglyndir; en á hinu
bóginn jafnan óþjálir ogþungir í skapi, þegar eitthvað er
gjört á hluta þeirra, og kunna þeir þá lítt að vægja. —
Hrómundur hafði Ijóst hár, ofurlítið hrokkið í hnakkann.
Á vöngum og höku hafði hann mikið, Ijóst og ósélegt
skegg, sem sjaldan mun hafa verið greitt, og lítil rækt