Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 105
ALMANAK 1909.
83
Eyjan var alt of hrjóstrugf til þess, aö Hrómundur
gfæti framfleytt sér og fólki sínu á landbúnaöi. Hún gfaf
honurn ,,steina fyrir brauö og hög'g'orma fyrir fisk“, ef
svo mætti aö orði komast. Þó hafði hann þar eina kú og
fáeinar kindur. En til þess að geta lifað þar, varð hann
að sækja sjóinn ■—- og sækja hann fast. Hann sótti jafn-
an á yztu mið á stóru tveggjamanna fari, og reri einn, og
reri mikinn, eins þeir Ingjaldur og Þorgeir í Vík. Og’
hefði mátt kveða um hann ein Ibsen um Þorgeir :
,,Einn kynlegur halur hærugrár
í hólmanum yzta bjó,
Mjög hversdagsgæfur, en heldur fár,
Og hafðist við mest á sjó;
En vissi’ á ilt, varð ygld hans brá,
Svo ógnaði sjónar-brík;
Menn kváðu’ liann tryllingsköst þau fá,
Og kljást ei nokkur vildi þá
Við Þorgeirr, sem var í Vík“.
Svona hefði mátt kveða um Hrónuind Þórðarson.
Hrómundur flutti fisk sinn til kauptúnsins í Spray
Bay og seldi hann þar. Þar þótti hann maður með mönn-
um, og öllum var vel til hans. Þar bjuggu írar og
Skotar, og þóttu afburðamenn miklir og sjógarpar hinir
mestu. En fæstir þeirra hefiiu kært sig um að reyna þol
til þrautar við gamla Hrómund. Og hinum yngri mönnum
þóttu ómjúk handtök hans, þegar þeir tuskuðust viðhann
og þó í gatnni væri. — Þar bjuggu þeir O’Hara-bræður,
O’Brians-frændur, Mclsaacs-menn og Reids-menn;og þar
bjó tröllið hann Donald Gaskell, einhver sá hraustasti
maður í Austur-Canada á sinni tíð. Karl sá var ekki
vanur að lofa menn fyrir karlmensku, nema eitthvað
kvæði að þeim. En hann sagði það jafnan um Hrónumd,
að hann væri ,,maður“, og það var mikið sagt, því Don-