Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 106
84
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
ald kallaöi ekki alt menn. Flestir menn, þó vel færir
væru, voru í hans augfum drengir eða jafnvel vesalingar.
„Hann er madur, sá gamli íslendingur“, sagði sá
jötunn — hann Donald Gaskell; ,,hann er maður drengir
mínir, hann ermaður!"
lin nú er að byrja á því atriði, sem eg hét að segja
frá. Það var þrekvirki, eða öllu heldur ofdirfskubragð,
sem er áreiðanlega eins dæmi í sögu Vestur-Islendinga —
ofdirfsku-tiltæki, sem enginn hefði vogað að gjöra, nema
sá, er hefir alveg óblandað norrænt blóð í æðum sínum,
og öll einkenni víkingsins sameinuð í réttum hlutföllum.
— Eg segi nú söguna, eins og eg hefi heyrt hana, ogeins
og hún er sögð — sem nokkurs konar þjóðsaga — þar
austur við sjóinn.
Það var einn dag um haustið 1882, að kona Hró-
niundar varð veik. Um morguninn þann sama dag gekk
að ofsaveður af norðaustri. Slík ofsaveður eru algeng
á haustin í Nýja Skotlandi og verða mörgum skipum að
tjóni við strendur þess lands.
Eftir því, sem á daginn leið, þyngdi konunni meir og
meir; og jafnframt versnaði veðrið. Atlantshafið skall
með öllum þunga sínum á ströndina —sjórinn rauk—
hvítfyssandi grunnsævis-öldurnar hófust viö himinn, og
brimið sauð og vall við hvert andnes og sker. — Svo Ieið
dagur að kvöldi. Alt af stöðugt þyngdi konunni — og
veðrið ólmaðist og sjórinn rauk.
Gamla Hrómundi varð það nú ljóst, að brýn nauð-
sýn var að sækja lækni — og það tafarlaust. Hann vissi
að í þorpinu í Spry Bay var ungur og duglegur læknir,
Patrik að nafni. En til Spry Bay voru fullar fimm mílur
enskar, og ekki árennilegt að sækja þangað í öðrum eins
sjó og öðru eins ofsaveðri. Það var hreint ekki viðlit að