Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 107
ALMANAK 1909.
85
fara til lands þá um nóttina. En hann vonaði að veörinu
mundi slota með morgunsárinu, og þá gæti hann lagt á
stað.
Honum kom ekki dúr á auga þá nótt, og hann beið
með óþre^’ju eftir deginum. En þegar loksins dagaði,var
veðrið engu vægara en daginn áður. Og konan lá nú
fyrir dauðanum. Hrómundur vissi — eða þóttist vita -—
að ekkert gæti nú bjargað lífi konunnar nema aðstoð
læknisins, svo framt að hann kæmi fljótt. Hann sá að
hann varð að brjótast til lands upp á líf og dauða, og
sækja dr. Patrik; að öðrum kosti yrði konan dáin að
kvöldi þess dags. Að minsta kosti þótti honum það
sennilegt, eftir líkunum að dæma.
Þrisvar gekk hann ofan að sjónum, og þrisvar sneri
hann heim aftur að kofanum. — Það var ægilegt að líta
út á sundið. — Hann horfði á konuna dauðvona; hann leit
á börnin sín sex, bæði ung og smá — þau voru föl og
mögur og stóðu kjökrandi í einum hóp skamt frá rúmi
móður sinnar. Utlitið var skuggalegt. Og það var tví-
sýnt að hann næði lifandi til lands. Hann var um tíma á
báðum áttum með það, hvað hann ætti að gjöra — að fara
eða vera. Ef hann færi ekki voru börnin hans móðurlaus
að kvöldi. — Það var átakanlega sorglegt. En ef hann
legði á stað, var eins víst að hann færist á sundinu, og þá
voru börnin hans alveg munaðarlaus og hjálparlaus í tóm-
um kofa á eyði-ey. -— Og það var enn þá hörmulegra.
Þessu var hann að velta fyrir sér um stund, án þess að
komast að nokkurri verulegri niðurstöðu. En að lokum
fekk hinn ósigrandi kjarkur hans og áræði yfirhöndina.
Til lands varð hann að leggja, hvað sem það kostaði.
Hann kvaddi konuna og börnin, hratt fram hinu stóra
tveggjamannafari, settist undir árar, reri út úr litlu vík-
inni fyrir vestan, og frarn í brimrótið og öldugangin'n, og