Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 113
ALMANAK 1909.
91
eftirför. — En allir þeir sjónaukar, sem til voru í Spry
Bay, voru rækilega notaöir þann dag;. Og ölium þótti
vænt um þaS, aö kona læknisins og bæöi börnin hans voru
ekki í þorpinu meöan á þessu stóð.
En það er af dr. Patrik að segja: að þegar hann loks-
ins fekk risið upp í bátnum, sá hann, að hann var þegar
kominn svo langt frá landi, að engin tiltök voru að hann
gæti vaðið í land, þó hann henti sér út úr bátnum -— en
hann kunni ekki til sunds. — Honum varð það fyrst fyrir,
að kalla á hjálp. Hann sá mennina á landi hlaupa til bát-
anna, og hann hafði um tíma von um, að þeir gætu kom-
ið sér til hjálpar, áður en Hrómundur kæmist út fyrir nes-
ið. En sú von hans brást. Hann grútði sig þá niður í
bátinn, las bænir sínar og bjóst við dauðanum á hverri
stund — og bað heitt og lengi.
Alt í einu tók hann eftir því, að all-mikið af sjó var
komið inn í bátinn. Og honum fanst það mundi vera
skylda sín, að gjöra ofurlitla tilraun að bjarga lífinu, með
því að taka austurtrogið og fara að ausa. Hann sá að
þeir voru þegar komnir ylir röstina og nokkuð út á sund-
ið, og að veðrið var heldur að lægja, en öldugangurinn
var þó enn helzt til of mikill fyrir svo lítinn bát.
Og dr. Patrik tók til að ausa, og var stórvirkur, og
fann að honum óx kjarkur við það. —Við og við leit hann
yfir á þóftuna, þar sem heljarmennið sat og reri upp á líf
og dauða. Það marraði í keipunum, það hrikti og brak-
aði og brast í borðum og þóftum, og árarnar svignuðu,
eins og þær væru þá og þegar í þann veginn að brotna.
— Það voru al-íslenzkar járngreipur, sem héldu um
hlummana á árunum þeim. Og átökin voru ákafleg, því
maðurinn tók á öllum sínum ógnar kröftum, og reri uppi-
haldslaust. Hann kreisti saman varirnar og talaði ekki
orð. en svitinn bogaði af enninu og rann í lækjum niður
andlitið og ofan á bringuna. — Bátnum miðaði lítið við
hvert áratog, en honum miðaði þó ögn. Nær og nær
eyjunni komust þeir. Uppihaldslaust var róið, og uppi-
haldslaust var ausið. Að lokum komust þeir í hlé við
eyjna, og þá var stríðið á enda. Og þegar þeir lentu, tók
dr. Patrik eftir því, að blóð hafði sprungið undan hverri