Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 114
92
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
nögl á fingrum Hrómundar.
Þegar heirn í kofan kom.var farib aö dimma, en kon-
an var enn lit'andi. Dr. Patrik tók nú til verka, og um
morguninn var konan úr allri hættu. — Og nú voru þau
orðin sjö börnin hans Hrómundar.
Þegar dagaði, var komið gott veður; en um dagmál
lenti bátur Hrómundar á ný í Spry Bay. Þá tóku nienn
eftir því, að dr. Patrik var orðinn hvítur fyrir hærum, al-
veg eins og áttrætt gamalmenni (eða sú saga gengur að
minsta kosti þar austur við hafið), en gamli Hrómundur
var alveg eins og hann átti að sér : rólegur, þögull kald-
ur og forneskjulegur; og það sáu menn, að honum þótti
verulega vænt um dr. Patrik, og að dr. Patrik var búinn
að fyrirgefa honum af öllu hjarta. — — —
En það var hann Donald Gaskell, sem gjörði þá upp-
ástungu, að þorpsbúar tæku sig til og bygðu Hrómundi
gott bjálkahús þar í þorpinu og keyptu handa honum
nokkrar ekrur af landi, svo annað eins tilfelli kæmi ekki
fyrir aftur; og hann sýndi fram á það, að eyjan væri alveg
óhæfur bústaður fyrir hvítan mann með konu og ungbörn.
Menn gjörðu góðan róm að tillögu hans. Og fáum vik-
um síðar var Hrómundur og fjölskylda hans komin alfl.utt
til Spry Bay. Og þar dó Hrómundur fyrir örfáum árum
síðan. — Börn hans náðu góðri mentun, og ein dóttir
hans giftist elzta syni dr. Patriks.
Og það var liann Donald — sá heljar-jötunn, hann
Donald Gaskell — það var hann, sem sagði það oft og
mörgum sinnum, að eins dæmi mundi það vera, að e:nn
aldraður og næstum mállaus útlendingur hefði gripið full-
vaxinn karlmann úr höndunum á stórri sveit háskoskra
og írskra manna á bezta skeiði, og hlaupið burt með hann
nauðugan um hábjartan daginn.
,,En það var maður, sem gjörði það, drengir mínir“,
sagði Donald, ,,það var vuic>ur!íl