Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 115
ALMANAK 1909.
93
Helztu viðburSir og mannalát meðal
íslenclirg-a í Vesturhe.mi.
Vorið 1908 var Sturla Einarsson B. A., skipaður
fasta-kennari [prófesso'r] í stærðfræði og stjörnufræði við
ríkisháskólann í Californía. Hann hatði verið þar auka-
kennari um tvö ár áður. Sturla er sonur Jóhanns Einars-
sonar, í Duluth, Minn. [bróðir Indriða Einarssonar, revi-
sors, í Reykjavík].
Vorið 1908 útskrifuðust úr College-deild Manitoba-
háskólans :
Haraldur Sigmar, sonur Sigmars Sigurjónssonar,
hónda í Argyle, og
Hólmfríður Soffía Pálsdóttir Harold. [Guðmunds-
sonar frá Reykjavík].
17. maí 1908 var guðfræðis-kandídat Jóhann Bjarna-
son, prestvígður í kirkju Bræðra-safnaðar við íslendinga-
tljót, af forseta kirkjufélagsins, síra Jóni Bjarnas) ni.
(Síra Jóhann er sonur Bjarna Helgasonar frá Gröf í Víði-
dal í Húnavatnssýslu og koriu hatis, Helgu Jónatansdótt-
ur, ættaðri úr Eyjafirði). Utskrifaðist af prestaskólanum
í Chicago í apríl, sama ár.
14. júní 1908 prestvígði forseti kirkjufélagsins, síra
Jón Bjarnason, guðfræðis-kandídat Runólf h'jeldsted í
Fyrstu lút. kirkjunni í Winnipeg. Síra Runólfur útskrif-
aðist af prestaskóla Gen. Councils í Chicago í apríl sama
ár. Hann er sonur Þorbergs Fjeldsteds og fyrri konu
hans Helgu Guðmundsdóttur, sem fluttu hingað vestur
frájörva í Hnappadalssýslu 1887.
3. júní 1908 útskrifaðist Guðmundur Árnason, B. D.
frá Unítariska prestaskólanum í Meadville, Pensylvanía.
Fyrir ágæta frammistöðu við þann skóla var honum veitt-
ur námsstyrkur skólans að upphæð $800, er Tufí-Fellow-
ship, er nefndur, til þess að fullkomnast í guðfræðisnámi
við einhvern háskóla Norðurálfunnar. Hann valdi sér