Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 51
41
Kristjánsdóttur, ekkju nýkominni frá Nýja íslandi. Nei,
frá gamla íslandi er rétt. Dætur þeirra eru nefndar Rut
og Anna. Á a'ö vera Rut og Jóhanna.
Á bls. 412 er getið um Tryggva Ingimundarson frá
Nöp í Skagafirði, en höf. segist ekki hafa getað fengið
upplýsingar um hann. Hann bjó í grend við Mountain
þar til hann lézt fyrir ári síðan, og heföi verið auðvelt
fyrir höf. að hafa tal af honum, er hún var að safna
heimildum.
Á ;bls, 427 er Þorlákur Steinólfsson nefndur Þorleifur
Á sömu bls. er mágur hans Þorbergur Marínó nefndur
Þorbergína Marína.
Á bls. 429 er Guðíbrandur Sigurðsson í staö Guð-
mundur Sigurðsson. Á sömu bls. er Gíslína, dóttir Sig-
urðar Kristjánssonar, talin að vera Mrs. Gilbertson i
Minneota, Minn. Það mun vera rétt að Gíslina er Mrs.
Gilbertson, einnig að til er fólk meö því nafni í Minne-
ota. En það er ekki sama Gilbertson fólkið. Enn á
sömu bls. er talið að Siguröur hafi komið í Garðarbygð
1882. Á að vera Mountain bygð.
Á bls. 431 er Þorlákur Pétursson nefndur Þorvaldur.
Á bls. 436 er Guðríður móðir Barða Skúlasonar og
þeirra systkina nefnd Guðrún.
Á bls. 434 er Jóhann Sigurðsson nefndur Jóhannes.
Á bls. 421 er Björn Jónasson nefndur Björn Jónsson.
Á sömu bls. er sagt að Kristján Jónsson hafi fengið land
Halldórs Jóhannssonar. Á að vera Jóns Iialldórssonar.
Á bls. 390 stendur Milwaukee, Wis. Á aö vera
Milwaukee, Oregon.
Á bls. 389 er Guðfinna tengdamóðir mín talin systir
Magnúsar Jónssonar, mágs síns.
Á bls. 384 stendur að Hólmfríður, dóttir Bjarna Bene-
diktssonar sé gift Alfred Pétursyni. Á að vera Pálssyni.
Á bls. 372 er Elízabet Jónsdóttir i stað Jónasdóttir.