Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 37
27
veriÖ óvanalegt verÖ. Það voru brellur og harðfylgi
Thorsons við nýlendumenn, sem gerðu hann óvinsælan,
fremur en verðið á þvi, er hann seldi. Og sé leyfilegt að
segja eitthvað bærilegt um illa þokkaðan mann, má geta
þess að margan góðan hest flutti hann inn í bygðina.
“Þegar þeir stigu fæti á land í Bandaríkjunum, þurftu
þeir að sverja, að þeir ásettu sér að segja skilið við Dana-
konung....” Þannig er komist að orði um íslenzku inn-
flytjendurna. Fáir munu kannast við þessa athöfn í
lendingunni, en setja það fremur í samband við það, er
þeir fengu hið svokallaða “fyrra borgarabréf” (declara-
tion of intention). Er skýrt frá þessu greinilega á bls.
46 í sögu séra Friðriks, (Alm. Ó. S. Th. 1902). OrSanna
hljóðan ber vott um að þetta er þaðan tekið, en hefir
ruglast í meðferðinni.
Upptalningin á íslenzkum verzlunarmönnum í bygð-
inni og á næstu grösum er ekki nákvæm. Fáir munu
kannast við Gunnar Vigfússon, verzlunarmann á Garðar
Á sjálfsagt að vera Gunnlaugur Vigfússon, Péturssonar.
Er það sami maurinn og á öðrum stað í bókinni er nefnd-
ur George Peterson. Var hann um eitt skeið félagi Guð-
mundar Davíðssonar við verzlun þar. Mörgum er slept
af handahófi. T. d. í Edinburg eru nefndir Melstaða
bræður og H. FTermann. Marga aðra mætti nefna, t. d.
Arngrím Johnson, Pétur Skjöld, Gísla Goodman, Helga
Hallsson, Stephan Eyjólfsson, B. B. Hanson, lyfsala, G.
J. Erlendsson og svo frv. Svo mun vera víðar.
II. KAELI.
Yfirlit yfir búnað íslendinga í Norður Dakota.
Er þessi lcafli saminn af fjórum bændum, er búið
hafa í Pembina county allan þann tíma, sem yfirlitið nær
yfir (T880-1924,). Nær hann yfir 12 blaðsíður, og er
prýddur með sex myndum. Er þetta víst það eina yfirlit