Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 108
98
spurningum þeim, sem brutust um í hans eigin huga.
Wallace fékk hvaÖ eftir annað tilbo'Ö um aÖ láta snúa
sögunni í leikrit; en lengi neitaði hann aö gefa samþykki
sitt til þess. “Eg var hræddur um,” sagÖi hann, “að
hver, sem sneri sögunni í leikrit, mundi ekki gera það
með þeirri lotningu, sem ætti við efnið. Að lokum var
sögunni samt snúið í leikrit af William Young, og vin-
sældir leikritsins jöfnuðust á við vinsældir sögunnar
sjálfrar. Það var fyrst leikið 1899 og síðan hefir það
verið leikið alls í 646% viku. Rétturinn til þess að koma
sögunni í kvikmynd var seldur fyrir afar-hátt verð. Og
myndin er ein sú vinsælasta, sem nokkurn tíma hefir
verið sýnd.
Pyrstu bók sína, “The Eair God,” byrjaði Wallace
að rita 1843, út af bók Prescotts, “Conquest of Mexico.”
Hann var þá aðeins sextán ára. Þrjátíu ár liðu áður en
bókin var fullger og var gefin út. Árum saman var höf-
undurinn önnum kafinn við hermensku og lögmanns-
störf. Plann fór í mexíkanska striðið sem undirlautin-
ant. “Vertu sæll, og láttu vera mannsbrag á þér, þegar
þú kemur heim aftur,” sagði faðir hans við hann, þegar
hann fór. Fáðir hans var um tíma ríkisstjóri í Indíana.
Hann hafði skömmu áður sagt syni sínum að hafa sig
burt að heiman og sjá um sig sjálfur, sökum leti hans
við nám.
Þegar Wallace kom heim aftur varö hann saksóknari
í Covington í Indíana. Þar hlustaði hann á samtal Lin-
colns við aðra eitt kvöld í gömlu veitingahúsi og fyltist
undrun út af því. Þegar fregnin kom um það, að stríð
væri hafið milli norður- og suðurríkjanna, steig hann á
bak hesti sínum og reið tafarlaust til Indianapolis, til
þess að bjóða Norton ríkisstjóra þjónustu stna í hern-
um. Ríkisstjórinn gerði hann að aðstoðaryfirhershöfð-
ingja (adjutant-general).