Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 83
73
smiÖar hvar sem hann er. En konan býr heima meÖ börn-
unum. Kona Guðmundar er Elín Sigurðardóttir Sig-
urössonar og Sigríðar Ögmundsdóttur, Jónssonar, ættuð
úr Árnessýslu. Bjuggu forfeður hennar hver fram af
öðrum að Bíldsfelli í Grafningi, s. s. Elín er fædd 1872
að Hæðarenda í s. sv. og s. og alin upp hjá foreldrum
sínum. Kom vestur um haf 1894. Börn þeirra hjóna
eru Ásta, Edward Ágúst, hæði gift; Óskar, Dagmar, Karl,
Halldór, öll heima. Bæði eru þau hjón vel gefin og fé-
Iagsmenn hinir beztu.
Sigurður Gíslason er fæddur 1860 á Svínafelli í Aust-
ur-Skafafellssýslu. Faðir hans var Gísli Gíslason, Árna-
sonar prests á Staðarfelli í sömu sýslu, en móðir Ástríð-
ur Sigurðardóttir, ættuð að vestan. Sigurður var hjá
foreldrum sínum til fullorðins ára. Flutti vestur um haf
til Winnipeg, 1888. Frá Winnipeg fór hann til Gardar,
N. D., var þar um hríð, og síðar á ýmsum stöðum þar
austar. Vestur að hafi fór hann 1890 til Seattle. Þar
giftist hann Kristínu Stefánsdóttur Jónssonar og Guð-
rúnar ólafsdóttur, sem lengi 'bjuggu á Miðvöllum í
Skagafirði. Þar er Kristín fædd 1866—kom með for-
eldrum sinum að heiman 1882. Þau námu land í Pem-
bina County, N.D.; búa bræður hennar tveir, Skúli og
Sigurgeir austur þar enn þá, en einn bróðirinn, Stefán
Oliver er nú í Edmonton, Alta. Fleiri munu þau syst-
kini verið hafa en eru nú dáin. Þau hjón Sigurður og
Kristín hurfu þegar austur aftur og námu land í I/)g-
bergs-nýlendunni i Sask., sama ár og þau giftu sig. Voru
þau þar þrjú ár, en flúðu þá vatnsleysisins vegna, eins og
varð fleiri manna hlutskifti á þeim árum. Fluttu þau þá
til Selkirk, Man. Flutti Sigurður fisk á vetrum norðan
af Winnipeg-vatni,—mun hann hafa átt sameyki hesta,
°g var þess oft getið hve vel hann færi með hesta sina,—