Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 96
86
tveim Stö'öum. Þa'San flutti hann til Blaine ári’Ö 1905,
keypti þar 25 ekrur austan viÖ bæinn og hefir búið þar
síðan. Kona Jóns er Katrín Guðbrandsdóttir Guðbrands-
sonar ríka, á Hólmlátri á Skógarströnd, í Snæfellsnes-
sýslu og konu hans Lilju ólafsdóttur. Liggur ætt henn-
ar öll þar vestur. BróSir hennar Guðbrandur yngri bjó á
Hólmlátri eftir föður sinn, og afi hans á undan þeim
feðgum. Ingibjörg ólst þar upp með foreldrum sínum
og giftist þaðan fyrri manni sinum Sveinbirni Svein-
bjarnarsyni, var hann ættaður úr Brei'Safjarðardölum.
Frá því hjónabandi eru þeir Guðbrandur, maður Maríu
ísaksdóttur—systurdóttur séra Steingríms Þorlákssonar
í Selkirk, þau búa í Sask. Can. og Jón Bjarni, bóndi við
Hallson, N. Dak. Börn Jóns og Katrinar eru: Kristbjörg
kona Óla Stevens umsjónarmanns fyrir Great Northern
járnbrautina hér í Blaine; Ragnheiður Jakobína kona
Kristjáns Davis; Halldóra Steinunn, gift norskum
manni; Jónas Hjörtur, bóndi við Akra, N. Dak. og Ólina
kona Bjarna Hanson í Blaine. Hinn pilt hafa þau alið
upp—Helga Einarsson. Öll eru börnin mannvænleg og
þau hjónin láta eftir sig vel unnið og mikið dagsverk.
Hjörur Líndal er fæddur 1884 á Neðra-Núpi í Torfa-
staðahrepp, Húnavatiissýslu. Foreldrar hans, Jónas Haf-
liðason og Guðríður Guðmundsdóttir bjuggu lengi á ofan-
nefndum bæ. Hjá þeim ólst Hjörtur upp þar til hann
var 14 ára. Vann úr því á ýmsum söðum þar til hann
giftist og fór vestur um haf 1913. Var eitt ár í Nýja
íslandi. Flutti til Blaine 1914, keypti land nokkrar mílur
frá Blaine og býr þar nú. Auk búskaparins vinnur hann
á sögunarmylnu í bænum. Hann er afkastamaður mikil,
stiltur og gætinn búmaður og hefir þeim hjónum farnast
hér ágætlega. Kona hans er Kristín Margrét Finnsdóttir,
ættuð frá Fitjum í Hlúnavatnssýslu. Hún er systir Péturs