Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 70
60
t
kvartaÖ um alvarlegan lasleika og þunglyndi.
Nú er hún orðin hraustari en alt, sem hraust er. Ár-
in og veikindin hafa engin fingramörk skilið eftir á út-
liti hennar.
A8 því er hennar andlega líðan snertir, er þaS að
segja, að þó hún verði ef til vill, aldrei eins lífsglöð og
hún var þegar bezt lét, þá er hitt víst, að hún verður aldr-
ei eins þunglynd og hún hafÖi stundum verið áSur.
Iiörundið er ennþá jafn fingert og það var; hörunds-
blærinn jafn yndislegur og hann hefir nokkru sinni verið.
Gilbert Stuart hefir málað af henni þrjár myndir um
þaS leyti sem hún giftist; ])á var hún nítján ára. Mynd-
irnar frá þeim tíma hafa aldrei verið líkari henni en þær
eru nú—meira en þrjátíu árum síðar.—
Stöku sinnum kemur frú Bonaparte á kvöldskemtun
eða leikhús; er hún þá í svörtum flauelskjóli, lágum í háls-
inn og meÖ hálsfesti úr demöntum.
Fegurð hennar og fyndni hafa aldrei tapað sér; hún
hefir aldrei verið fegurri en nú.
“Hefði hún verið drotning, þá hefði stjórn hennar
verið dýrðleg,” sagði Talleyrand.
Einhverju sinni kemur Bertrand herstjóri einkavinur
Napoleons í útlegðinni á St. Helena, til þess að finna frú
Bonaparte, og segir henni að keisarinn hafi oft dázt aö
hæfileikum hennar og talað um að sig iðraði þess að hann
hefði varpað skugga á líf hennar.
Napoleon hafði verið sagt frá því, hversu mikið álit
Elizabet hefði á yfirburðum hans, og þá hafði hann sagt:
“Þeir sem eg hefi beitt mestum rangindum hafa fyrirgef-
ið mér ,en þeir sem eg hefi borið á höndum mér, hafa
yfirgefið mig.”-------
Elízabet er orðin sextíu og fjögra ára; tveimur árum
síðar sér hún annað keisaradæmið stofnað.
Þegar hún er sjötug neitar sonur hennar hertogatign