Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 115
105
ir. Sjórinn spegilsléttur var gólfiS í kórnum. Skipin,
sem lágu út í fjarÖarmynninu uppljómuð af geislum sól-
arinnar, voru Ijósahjálmar í kórnum. Sólin sjálf ljósið
á altarinu. Lóan forsöng\'arinn og aðrir fuglar söng-
flokkurinn. Dagurinn heiðskír og hýr með sólina í fang-
inu, breiddi faðminn út á móti öllu, sem lifði og bauð því
liðveizlu. Alt lagði á stað út í annir dagsins. Smala-
drengirnir byrjuðu að hóa kvikfénu heim á stöðlana, bú-
verka reykirnir voru að fæðast á hverju bóndabýli, fyrst
smáir og veikburða, en stækkuðu fljótt og stóðu eins og
súlur upp í loftið. Bændurnir voru á ferð í kaupstaðinn,
sumir með hesta-lest í taumi, en aðrir lausríðandi á ‘renmH
vökrum gæðingum. Aftur aðrir fóru sjóveg og féllu
fast á árarnar. Menn voru að koma heim og aðrir að
koma að heiman, koma og dvelja um stundar bil, mætast
heilsast og kveðjast, og hverfa hver annars sýn, eru ann-
ir dagsins og mannlífsins. Kvíféð, sem eg átti að gæta
dreifði sér um hagann, og undi sér vel við að býta fjöl-
gresið. Smalahundurinn minn (Neró) sat og beið þess
að eg skipaði honum að reka það saman. Eg stóð á
fætur og benti honum á stað, innan lítillar stundar hafði
hann rekið það saman í þéttan hóp. Á heimleiðinni var
eg að hugsa um það hvað nóttin haföi verið fögur og
unaðsrik; gat nokkuð iborið fyrir sjón eða heyrn unglings,
sem var að ganga út í lífið—dásamlegra en heiðrík sól-
björt sumarnótt? Var nokkur skóli til, sem gat frætt
mann betur og laðað nær Guði og almættisverkum hans,
en smalaþúfan íklædd liljugrösum sumarsins með hand-
bók af dásemdarveiikum almættisins opna og útbreidda
fyrir augunum, til lærdóms?
Smalaþúfa! Nú hefi eg lesið úr myndinni, sem þú
baðst mig að geyma í minningu um þig. Nú getur þú
sjálf dæmt um það hvort eg hefi skilið hana rétt.
Þú hefir verið minn eini skólakennari og eini fræðari.