Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 97
87
Finnssonar fgetiÖ hér á öðrum sta'ð), skörp kona og vel
aS sér gjör. Börn þeirra hjóna eru: Kristín Margrét,
Finnur, ÁsgerSur Birna, Magnús og Elín Emilía, öll
heima.
Valdimar Byford er fæddur 1868 á HallgilsstöSum i
EyjafjarSarsýslu. Foreldrar hans voru Markús ívarsson
og GuÖríður Guömundsdóttir, sem þar bjuggu. Valdi-
mar ólst þar upp. Fluttist vestur um haf 1890, vann
ýmist viÖ bændavinnu eÖa á járnbrautum fyrstu árin.
Fluttist vestur til Vancouver, B.C. 1899 °S þaÖan til
Blaine 1905; býr hann nú á landi skamt frá
bænum. Kona Valdimars var María Benjamínsdóttir
GuÖmundssonar og SigríÖar Jónsdóttur Símonarsonar
frá Auðunnarstöðum í Víöidal, í Húnavatnssýslu. Hún
var fædd 1882. Móðir Maríu lifir enn og býr nálægt
Beaver, P.O., Man. og heitir maður hennar Árni Helga-
son. Móðurbróðir Maríu var Jón Skandebeg. María lézt
sumarið 1925. Börn þeirra Eyfords hjónanna lifandi
eru: Guy Leo, Hansína Steinunn, Sigríður Elizabet,
Benjamín Guðni og Jón Skandebeg.
Hermann Eiríksson er fæddur 1867, ættaður úr
Reykjavík og þar uppalinn. Kom vestur um haf til
Winnipeg 1887, var á ýmsum stöðum austur þar, þangað
til árið 1890 að hann fór vestur að hafi; var eitthvaS i
New Westminster, B.C., fór þaðan til Seattle, en til
Blaine árið 1906. Þar keypti hann nokkrar ekrur með
byggingum, af Þorsteini Antoníussyni, sem einu sinni bjó
í Argyle, en seldi þær síðan, og keypti þá nokkrar ekrur
nær bænum, bygði þar allgott hús, og hefir þar nú smá-
verzlun og nokkra gripi. Verzlunina tók hann eftir
tengdaföður sinn Magnús G. Magnússon. Kona hans
heitir Guðrún María, dóttir Magnúsar og Þóru, (sjá
kafla Magnúsar G. MagnússonarJ.