Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Blaðsíða 61
ALMANAK 1919
55
um. ValgerSur fluttist með foreldrum sínum til Bandar.
1888, en 1893 fluttist þacS fólk til Selkirk. Kjörsonur
þeirra hjóna er Edvard, sonur Helga Sveinssonar og
Kristínar Jónsdóttur. — Jóhann G. Stefánsson býr á
heimilisréttarlandinu og hefir keypt austur /i 8 og n.v.
/4, 31-31-17. Hann er alment talinn einn slingasti bú-
sýslumaSur hér um pláss og mun einn ríkastur íslenzkra
bænda í þessari bygS. Kona hans er mikiS vel gefin
og vel mentuS.
Sigmundur Stefánsson, Björnssonar, fæddur í Gauts-
dal í BarSastrandarsýslu. MóSir Sigmundar var GuSrún
GuSmundsdóttir frá Hömrum í Strandasýslu, Jónssonar
prests frá Árnesi í sömu sýslu. Kona Sigmundar er
María GuSmundsdóttir Ólafssonar, frá Kirkjubæ í
Húnavatnssýslu. Þau komu hingaS 1908 frá Selkirk;
voru áSur í Duluth 18 ár,. Hafa síSan búiS á heimilis-
íéttarlandi sínu, n.a. /4, 1 8, ásamt börnum sínum. Þeir
feSgar hafa fengiS aS erfSum s.a. /4, 28, eftir SigurS
Hákonarson, sem fluttist hingaS meS því fólk og lézt
hjá því, mjög háaldraSur. Líka hafa þeir keypt /2
n.v. /4, 1 7 og n.a. /4, 1 1-32-18. — Börn þeirra hjóna
eru: 1- Haraldur; hann á enska konu og tvö börn, og
búa þau í Edmonton. 2. Róbert; kona hans er Hansína,
systir ekkju Jóns GuSnasonar; búa í Scotguard, Sask.
eiga eitt barn. 3. Walter; hann tók s.a. /4, 18 og hefir
bú meS föSur sínum. 4. Rögnvaldur, nú kallaSur í
herinn. 5. Elísabet, og 6. Margrét. — Þeir feSgar eru
mannskapslegir ráSdeildarmenn. HúsmóSirin hefir
boriS meS sér greind, fjör og snyrtihátt, meSan heilsan
hélzt.
Eiríkur Helgason er sonur Ólafs Helgasonar og
GuSrúnar Ólafsdóttur. Ólafur var alinn upp hjá Eiríki
Jónssyni í Djúpadal í BlönduhlíS. Kona Ólafs Helga-
sonar var EngilráS Jónsdóttir- Þau fóru til Kanada
1887 og settust aS hjá Þorgrími Jónssyni, bróSur henn-
ar, viS íslendingafljót; þar voru þau þrjú ár og fóru þá