Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 20
22
mestu um öll mál, að satt sé sagt, og ekkii sízt, þeg-
ar ritað er á söguspjöldin. Það er fært til hróss
einum af sagnariturum vorum, Ara Þorgilssyni, hve
ábyggileg var frásögn hans. Aðrir sagnaritarac
sköruðu fram úr honum að mælsku og íburðar-
miklum stíl, en hann var þeirra sannorðastur og
því sá er vér sízt gætum ipist.
Ef svo fer að einhverjar villur eða missagnir
slæð'st inn í þennan sögulþátt, þá bið eg þá sem
betur kunna að vita, að senda ieiðréttinga'r til mín
eða til Ólafs Thorgeirssonar í Winnipeg, og munu
þær verða teknar til greina og vandlega athugaðar.
Browmbygðin er í suðurhluta Manitoba-fylkis
og liggur alveg fast að landamærum Bandaríkjanna
í norðaustur armi hinna svonefndu Pembina fjalla
Á landnámstíð var þar víða skógur allmiikill, og er
enn nokkuð eftir af Iþeim skógi. Þá var og votlent
mjög, mýrar og flóar, sem nú er alt þurt orðið, síðan
farið var að rækta landið. í gegnum suðvestur horn
bygðarinnar rennur Pembina áin eftir djúpum dal,
eða gili; voru þar einnig skógar mikliir á fyrri árum.
Gott beitiland er þar nú, og notað mjög til þess
á síðari árum..
Fáeinir íslendingar festu sér þar lönd, en þótti
þar erfitt aðdráttar, því hlíðarnar eru víða brattai'
og í'luttu því bráðlega upp á bakkann fyrir norðan
ána. íslenzka bygðin tekur aðallega yfir eitt town-
ship, hið fyrsta sem talið er frá Bandaríkjah'nunni í
6. röð vestur af aðal hádegisbaug (Twp. 1, R. 6,
West of Principal Meridian). Aðeins einn íslend-
ingur er búsettur í næstu röð að austan, og nokkrir
í 7. röð, og eiga þar lönd enn.
Tildrög landnámsins.
Um 1876 hefði Canada-stjórn lagt til síðu land-
spildu allstóra. Var það eingöngu ætlað sem sér-
lendi fyrir Iþann trúflokk sem nefnist Mennonites